mánudagur, 20. ágúst 2007

Helgin sem menningin réð ríkjum

Þá er liðin helgi menningarinnar. Það er nú dáldið fyndið að það þurfi að skipuleggja sérstaka helgi fyrir menninguna en er á sama tíma skemmtilegt framtak. Frá því ég var síðast í Rvk. á menningarnótt fyrir einhverjum 5 árum hefur margt breyst, menningin (núna er ég farinn að endurtaka þetta orð full oft) hefur tekið völdin en ómenningin hefur þurft að láta í minni pokann (með einhverjum undantekningum þó). Það var reyndar svo mikið að gerast að manni féllust bara hendur. Tónleikarnir á Klambratúni stóðu heldur betur fyrir sínu (ég sá Mínus eftir að hafa "misst" af þeim á Lunga) þar sem Pétur Ben, Ampop og Mannakorn stóðu uppúr (að mínu mati) en allar hljómsveitirnar voru góðar. Í alla staði fínt kvöld og nótt sem ég ætla mér að mæta á aftur næsta sumar, ef maður verður á landinu :).

Engin ummæli: