miðvikudagur, 8. ágúst 2007

Þegar hugurin reikar...

Nú rignir í henni Reykjavík. Ekki veitir af eftir þurrkana undanfarið og því er ágætt að hann helli smá úr sér. Síðustur vikur hafa verið annasamar, mikið um ferðalög en síðasta helgi var tekin í afslöppun. Laugardagurinn reyndar dáldið þunnur eftir smá uppáhellingu á föstudagskvöldið. Það var haldið matarboð á K12, Hjördís og Nonni, vinir Vöku komu í mat og við skemmtum okkur þræl vel, enda með eindemum skemmtilegt fólk þarna á ferð sem ég hlakka til að kynnast betur (það var líka þeim að þakka að Ingimar fékk Batman-búninginn frá mér í afmælisgjöf og þakka ég þeim hér enn og aftur fyrir þá björgun). Ég prófaði á þeim nýjan grilllög sem ég bjó til þetta kvöld og það er óhætt að segja að hann hafi heppnast vel. Bjórdrykkja kvöldsins tók hins vegar sinn toll og ég var þunnur á laugardaginn. Ber þar nýrra við því ég hef ekki fundið fyrir þeim kvilla lengi og er þar helst ágætis formi að þakka. Í dag er því hins vegar ekki að prísa, ég er frekar farinn að líkjast þeim Vamba og Þamba, félögum mínum, full mikið eftir hreyfingarleysi síðasta mánaðar og mikið át á góðum mat. Gymmið í HÍ opnar hins vegar á ný í næstu viku og þá verður tekið á því að nýju. Smá ótti hefur reyndar gripið um sig hjá mér vegna komandi átaka en hann næ ég væntanlega að yfirvinna.
Hvatinn af þessum skrifum mínum var hins vegar löngum í bjór, sem greip mig á miðvikudegi og klukkan ekki orðin tvö. Lífsnautnirnar hafa ekki herjað svona sterkt á mig lengi en ég tel þetta vera merki um að haustið sé að nálgast, skólinn fer að byrja (Dagný fer að koma til byggða eftir klausturlíf sumarsins en henni á ég mikla bjórdrykkju síðasta vetrar að þakka, nota bene þetta er ekki illa meint og á hún mínar dýpstu þakkir skildar enda ef ég hefði ekki kynnst henni væri ég ekki svona ánægður með lífið í dag) og lífsmynstur manns breytist. Bjórsötr inni í miðri viku hefst, vonandi vísindaferðir og skemmtikvöld með nýjum og auðvitað gömlum félögum úr náminu. Það eina sem skyggir á þessa gleði er að Vaka mín er að fara til DK í eina önn. Ég ætla hins vegar að vera duglegur að heimsækja hana til Odense og hún þarf kannski, "því miður", að koma til landsins í smá tíma um miðja önn til að taka eitthvað verklegt á spítala í Rvk. (kann ekki að segja betur frá því), þetta verður því ekki al slæmt :) Það sem ýtir svo auðvitað líka undir að ég fari sem oftast til DK (ekki það að Vaka er ástæða nokk) er að mér hefur verið boðið í veiði í DK, á Sjálandi að veiða fasana. Hann Stefán Holm vinur minn er kominn með byssuleyfi og Are vinur hans hefur aðgang að bóndabæ þar sem hægt er að veiða þessar annars fallegu skepnur. Haglarinn verður því gripinn með og lífið verður vonandi murkað úr saklausum málleysingjanum eins og sagt var í Dalalíf. Veiðin á Íslandi fer líka að hefjast þannig að maður er bara spenntur fyrir haustinu. Gæsin, öndin og vonandi rjúpan verða á matardiski mínum í vetur eftir haustið. Hreindýrið er tryggt en Maggi og Atli fengu úthlutað dýrum og ég hef tryggt mér hálfan skrokk :)
Vonandi leikur lífið við ykkur lesendur góðir eins og það leikur við mig, takið því alla vega með brosi á vör og ég get næstum lofað að það breytir miklu, ef ekki bara öllu :) (og mér tókst bara næstum að verða korný). Borðið vel, hreyfið ykkur með og gerið allt sem ég mundi gera...
Látum þetta verða síðustu orð þessarar færslu :)

5 ummæli:

Vaka sagði...

Ég vissi ekki að bjórþorsti gerði mann svona korný, hehe :)

Svo ég vitni í þjóðhátíðarlag gamalt: "Lífið er yndislegt með þér" - þá á nú ágætlega við núna.

Ótrúlegt þegar maður lítur björtum augum á lífið, hvað allt í kringum mann verður bjart líka :)

Nú er þetta orðin ein væmnisfærsla hjá mér líka... En svona er þetta bara :)

Vaka sagði...

Og nú þorir enginn annar orðið að kommenta... bloggið bara orðið spjall milli okkar tveggja, hehe :)

Ekki vera feimið fólk!

dax sagði...

híhíhí

en já hver veit með bjórinn. Lofa allavega að vera mjög lifandi og vonandi með einhvern innblástur í andVökunni :)

Ólafur Ögmundarson sagði...

Sjúkket, ég hélt "bara" að Vaka myndi kommenta en dax came to the rescue líkt og fyrri daginn, sumir eru hugaðari en aðrir (sérstaklega að berjast við 2 skuggalega menn snemma morguns á Teigi, úff). andVakan er svo hér með orðið nafnið á því tímabili sem Vaka er ekki á landinu.

Vaka sagði...

Hhehe... AndVaka...

Allt er nú til!