
Snjóflóðavarnirnar í Neskaupstað

Lautin í Hellisfirði (þær eru víst fleiri en þessa hefur fjölskyldan notað í áratugi og í þetta skiptið var ekki breytt út af vananum, frekar en venjulega)

Viðfjörður, Hellisfjörður (fjörðurinn "minn"), Norðfjörður (talið fra vinstri)

Amma mín, Dunna langamma eins og Ingimar kallar hana nokkrum dögum fyrir níræðis afmælið sitt. Hún er svo ern og yndisleg að það sést sko ekki að hún sé komin á tíunda tuginn.

Skrúður, útsýni úr Oddskarði

Ástirnar mínar á gangi á Norðfirði
2 ummæli:
Skemmtilegar myndir :) Ef ég verð jafn hress og skemmtileg og amma þín er núna þegar (og ef) ég verð sjötug, þá verð ég ánægð :)
Já satt segirðu með ömmu, hún er engri lík. Hún sýnir að lífsgleðin kemur manni ansi langt þrátt fyrir allt sem dunið getur á manni. Það er óhætt að segja að hún hafi ekki komist klakklaust í gegnum lífið.
Skrifa ummæli