Jæja, þá er næstum vika frá næstu færslu (eða eitthvað þar um bil). Stráksi fór norður um helgina, við Vaka keyrðum á móti Gísla á sunnudagsmorguninn og drukkum þ.a.l. morgunkaffi í Staðarskála rúmlega 10 að morgni. Það sem bjargaði að við yrðum ekki fyrir trukkakaffi-eitrun var að það var ný uppáhellt, enda engin heilvita manneskja á ferð svona snemma á sunnudagsmorgnum. Helgin var annars alveg ágæt. Dagný kom í bæinn á föstudaginn og við enduðum með að sitja á T12 og sötra bjór fram eftir kvöldi þar sem D fékk ekki miða á setningaratöfn Hinsegin daga sem var í Loftkastalanum. Það var rosa gaman að sitja svona og spjalla, taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrr í sumar þegar hún gekk í klaustrið.
Næsta helgi verður svo viðburðarík líkt og flestar aðrar helgar sumarsins. Vinir Vöku og ég erum að fara í bústað uppi í Svínadal, þar sem verður grillað, bjórinn sötraður og farið í pottinn. Ég hlakka mjög til, það verður gott að fara aðeins út úr bænum í rólegheitum með góðu fólki. Svo er það menningarnótt með öllum sínum uppákomum. Mér skilst að þá verði stefnt á að fara á Miklatún og hlusta á það sem þar verður í boði.
Nú er bloggið farið að þjóna tilgangi dagbókar... Jæja, læt þetta fljóta í þetta skiptið en ég vona að blogg-andinn fari að koma yfir mig aftur þegar skólinn hefst með öllum sínum herlegheitum. Vistfræði B verður setin aftur auk þess sem ég verð í MÁU (mati á umhverfisáhrifum framkvæmda) víhíííííí. Veit ekki með aðra kúrsa. Ble í bili
þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ja hérna er Ólafur ékki bara búinn að blogga. Eftir ansi snortna færslu þá loksins kemur.. og með þínum anda færsla eins og skáldið sagði.
Endilega halltu þínu striki...
hehehe... En sumó er á hold... Desværre.
Hlynur þekkir greinilega ekki mjúku hliðina :)
Ohh, leiðinlegt að komast ekki í bústað. Það verður þá bara gert síðar.
En þetta með mjúku hliðina... Hún er nú ekki alltaf til sýnis ;)
Skrifa ummæli