Eins og fólk hefur tekið eftir er mér nú ekkert sérlega hlýtt til páfans í Róm. Er það helst vegna viðhorfa hans gagnvart samkynhneigð, fóstureyðingum og almennra fornaldar viðhorfa gagnvart íbúum þessarar jarðar og boðum og bönnum um hvernig það á að haga lífi sínu. Á mbl.is í dag er hins vegar frétt:
"Benedikt XVI hvetur til umhverfsverndar
Benedikt XVI, páfi, hvatti í dag unga kaþólikka til að taka frumkvæði í að hugsa betur um jörðina og auðlindir hennar. Páfi hélt ræðu í dag úti undir beru lofti á ungmennaráðstefnu kaþólsku kirkjunnar í bænum Loreto á Ítalíu. Sagði hann einkum mikilvægt að vernda vatnsforða jarðarinnar þar sem það gæti valdið ófriði og spennu ef honum verður ekki skipt á sanngjarnan hátt.
Páfi hefur verið í nokkurs konar umhverdisverndarherferð og hefur m.a. tjáð sig um skógareldana í Ítalíu nýlega og umhverfisáhrif þeirra. Páfagarður hefur gripið til aðgerða síðan Benedikt XVI tók við embætta á borð við að fjárfesta í skógræktarverkefnum til að kolefnisjafna útblástursmengun sína, auk þess sem sólarorkurafhlöður hafa verið settar upp á þökum Vatikansins".
Það er greinilegt að hann er ekki al slæmur, en eitthvað minnir nú þessi kolefnisjöfnun á aflátsbréf kaþólskra til forna (og Íslendinga á þessum síðustu og verstu...).Þrátt fyrir þessa litlu siðbót hefur viðhorf mitt til páfans hins vegar ekkert breyst. Hann er nú ennþá rottweiler guðs (sjá mynd)....
1 ummæli:
Segir kannski margt um kolefnisjöfnun að vera páfagarði jafn þóknanleg og hómófóbía. Ekki að verkefnið sem slíkt sé alslæmt sé svæðið sem á að græða upp fyrirfram mjög afmarkað; það eru hins vegar skilaboðin til almennings sem eru slæm...
Skrifa ummæli