sunnudagur, 29. apríl 2007

Til minningar um hetju

Í tilefni af því að ég er búinn með heimaprófið í SemII þá hef ég ákveðið að segja frá smá “leyndarmáli” um mig sem ekk margir vita um. Ég er með blæti fyrir ákveðnu atriði. Nú dettur þér lesandi góður örugglega eitthvað kynferðislegt og jafnvel subbulegt í hug, en svo er nú alls ekki raunin. Þetta blæti hefur sem sagt ekkert með tær, sokkabuxur eða einhvers konar voyeur hátt að gera (mæli með skilgreningunni á þessu skemmtilega orði í ensk-íslenskri orðabók). Alla vega þá er blætið mitt fyrir látnum manni. Nei, þetta er ekki Charles Bronson eða einhver sambærilegur snillingur, en snillingur er hann samt!!! Nafn þessa einstakling er Johann Hölzel. Kveikir einhver á perunni???? Á heimasíðu hans er eftirfarandi quote :

One year ago – ein Jahr wie eine Ewigkeit

aber es war Liebe auf den ersten Blick

Niemand wollte uns verstehen

Quit livin’ on dreams

Life is not what it seems

there’s someone who needs you

Hans Hölzel

Engin ummæli: