föstudagur, 23. maí 2008

Á meðal jafningja

Nú hefur verið haft í hótunum um að bloggið mitt verði afskrifað eftir 58 daga (í dag), ef ég man rétt! Ég verð því að bregðast við svoleiðis hótunum og henda inn færslu.

Þannig er mál með vexti að nú er listahátíð í Reykjavík, og eitt af listaverkunum eru myndir af flestöllum börnum á landsbyggðinni milli 3. og 6. ára. Mamma fór því að rýna í vegginn með myndunum, sem er á horninu á Lækjargötu og Austurstræti, til þess að sjá hvort okkar maður leynist ekki þar, og jú, vitir menn, þarna er hann og það í tvíriti :) Auðvitað ekki að undra þar sem hann er jú fallegasta barn í heimi (fjögurra að verða fimm). Hérna er mynd af veggnum, nú er spurning hvort þú sérð stráksa:

Annars er allt að gerast, hún Vaka mín er að fara til Akureyrar um næstu helgi, ég fer einhverjum dögum síðar og við verðum þar í júní og júlí - sért þú því lesandi góður á ferðinni, hafðu þá samband - við tökum alltaf vel á móti gestum, og gangandi :)

mánudagur, 5. maí 2008

Vinnan

Ég fékk ekki vinnuna sem ég sótti um :-( En í staðin förum við Vaka bara út saman fyrstu mánuði næsta árs :-)
Það borgar sig að vera með backup plan :-)