laugardagur, 7. apríl 2007

Af afkvæminu

Saga höfð eftir Ingimar. Þegar ég var 3 ára, og ég var að brölta, kom maður og skjótti í rúllun en ég flaug, var Batman og sló hann á munninn og grípti það. Þú átt að vera kurteis við refinn sagði pabbi minn og ég sagði já elsku pabbi minn, en rebbinn hljópti eins hratt og hann gat ofaní gjótuna og hlóð fyrir svo stóra nátttröllið geti ekki náð honum... Hann er mjög uppátækjasamur og mamma hans var orðin þreytt á stælunum við matarborðið um daginn og spurði hvort hann væri að bíða eftir að hún yrði reið? Nei, sagði hann, ég er að bíða eftir að ég verði stilltur. Svo hvarf hann um daginn og upp hófst mikil leit að honum. Svo fannst hann hjá barni í nágreninu. Nína stóð í ganginum og skammaði hann fyrir að láta ekki vita hvert hann hefði farið, foreldrar barnsins voru þarna líka og hann snéri sér að henni og sagði, ahh, ég man það bara næst og hvarf svo inn að leika sér :) Nína vissi hreint ekki hvernig hún átti að vera eftir þessi svör stráksa. Að lokum sagði mamma hans við hann um daginn að hann ætti að hætt að tala í boðhætti. Nei sagði Ingimar, mér finnst svo gott að tala í boðhætti :)
Hvernig er annað hægt en að hlæja að þessu, svörin á reiðum höndum og lætur sko ekki eiga hjá sér. Nú fer hann svo bráðum að koma suður og tilhlökkunin eykst með hverjum deginum :)

Engin ummæli: