miðvikudagur, 18. apríl 2007

Elja...

Fyrir ekki mörgum dögum síðan tjáði ég mig um að það væri stórt hópverkefni í gangi í SEA. Við erum búin að vera rosalega dugleg og kynningin var næstum kláruð í dag sem flytja á á föstudginn. SEA er ensk skammstöfun fyrir það sem á íslensku útleggst umhverfismat áætlana og verða m.a. öll aðalskipulög landsins að fara í gegnum þetta ferli. Þetta var hins vegar bara útúrdúr frá því sem ég ætlaði eiginlega að blogga um. Þrátt fyrir annríkið með SEA hef ég nefnilega aðeins náð að fylgjast með fréttum og þá helst þeim háleitu hugmyndum Vestfjarðarnefndarinnar að athuga með hvort ekki megi reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar (eða hvað sveitarfélagið heitir nú) segist ekki geta slegið frá svona hugmyndir og er æstur í að láta kanna þetta nánar. Hreinsunarstöðin myndi nefnilega skaffa 500 störf, hún sé ekki mengandi (að hans sögn), ekki sé um stóriðju að ræða (enda Vestfirðir auglýstir sem stóriðjulaust landsvæði) og að aðeins þurfi um 130 hektara fyrir stöðina (hvað er það á flatlendinu Vestfjörðum). Ekkert var rætt um áhættuna fyrir lífríki sjáfar í þessari umræðu og áhættuna á að olíuflutn.skipin gætu strandað eins og Wilson Muga gerði svo vel á Reykjanesi, enda hlýtur það að teljast aukaatriði (eða svo má halda af fréttunum að dæma). Fylgist vel með þessari umræðu, hún gæti orðið hin mesta skemmtun ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mun fylgjast spennt með frekari fréttum og umræðum á þessari síðu :)

Hallrún sagði...

já ég fylgdist með þessu í sjónvarpinu í gær. Mér fannst skrítið hvað margir á Ísafirði vildu fá þessa stöð án þess að blikka auga.