þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal

Ég rakst á þessa mynd um Hólaskóla á holar.is núna áðan. Ég mæli með henni. Hún er mjög flott.

mánudagur, 25. febrúar 2008

Hreindýr


Ég fékk ekki úthlutað hreindýri, en er númer 70 (kvóti 68 kýr á svæðinu) á svæði 5 (
Svæði 5. Fjarðabyggð, þ.e. Eskifjörður, Norðfjörður og Reyðarfjörður, einnig sjá mynd) sem þýðir að ef tveir hætta við að taka sín dýr býðst mér að fara. Nú er því bara spurningin hvort ég tek því boði (ef það býðst)?

föstudagur, 22. febrúar 2008

Hylling

Loksins hefur vinur minn hann Hlynur tileinkað mér færslu á blogginu sínu - Nokkuð sem hann hefur lofað mér um langt skeið. Takk fyrir Maple!! Hér er linkurinn http://www.themapleman.blogspot.com/

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Hugleiðingar

Ég er í áfanga sem nefnist svæði og menning. Hér kemur ein dagbókarfærslan úr þeim áfanga sem við þurfum að skila vikulega. Það er spurning hvort þessi nýbreytni fellur í kramið :)

Í umræðum um „vísindaritið“ National Geographic (N.G) í síðasta tíma vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar, þar á meðal hvort N. G. sé vísindatímarit (í eiginlegum skilningi þess orðs) og svo í kjölfarið mörkin milli þess að birta vísindagreinar og greinar sem frekar hafa skemmtana- og eða fræðigildi fyrir lesandann án þess að textinn sé tormeltur og illskiljanlegur fyrir hinn almenn a lesanda. Þar sem markhópur útgefenda N. G. er menntuð millistétt Ameríkana mætti ætla að hægt væri að fæða þá með öðru en léttsöðnum greinum um allt hið góða í heiminum og yfirburði hvíta mannsins (Ameríkana).

Þegar rit eru gefin út í heiminum eru þau flokkuð eftir markhópnum með því að bjóða upp á greinar sem henta og höfða til hvers flokks lesenda. Blöð ætluð verkfræðingum fjalla um viðfangsefni verkfræðinga, svo byggingar brúa og blöð ætluð mannfræðingum fjalla um umfjöllunarefni mannfræðinga, t.d. vettvangsrannsóknir gerðar um heim allan. Oft á tíðum eru þessi rit mjög sérhæfð og þýðir þá lítið fyrir hinn almenna borgara, sem ekki hefur bakgrunn eða aðra þekkingu á viðfangsefnum sérritanna, að ætla að setjast niður og fá eitthvað út úr þeim lestri. Hvað er þá til ráða til þess að ná til hins almenna lesanda, og fræða, sem ekki less þessi áður nefndu sérfræðirit.

N. G. er eitt elsta „vísindarit“ sem gefið er út í heiminum í dag, ritið á rætur sínar að rekja til loka 18. aldar þegar The National Geographic Society var stofnað árið 1888. Stofnendur félagsins voru úr elítu þess tíma og blaðið var ætlað hinni menntuðu millistétt til að byrja með en ekki ólærðum lýðnum. Ritið var því rit sérfræðinga. Enn þann dag í dag er blaðið ætlað sama markhópi en það sem hefur breyst er að blaðið höfðar til allra, en þá breytingu má rekja til þess að Alexander Graham Bell tók við stjórn blaðsins 1898.

„Bell seemed much more attuned to the Society‘s mission to disperse geographic knowledge rather than to promote new research, and he believed that people would read geography only if it were light and entertaining” (Fjölrit bls. 16)

Breytinguna má einnig rekja til Gilbert Hovey Grosvenor.

„As a result of Grosvenor‘s innovations, the Geographic style became mor similar to that of other popular monthlies, marked by „a realism full of pep and information““ (Fjölrit bls. 16)

Byggt á þessari tilvitnun hef ég, þegar rætt er um N. G., orðið vísindarit í gæsalöppum. Í mínum huga er N. G. nefnilega ekkert vísindarit, nema þá vísindarit fyrir almenning þar sem valdar eru greinar sem ætla má að hann skilji og vilji lesa.

Önnur lögmál gilda fyrir vísindarit ætluð almenningi en þau sem ætluð eru vísindamönnum (sérfræðingsrit). Vísindarit fyrir almenning þurfa ekki að vera bökkuð upp af rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á þeim sviðum sem ritin fjalla um, greinarnar eru byggðar (oftast) á stuttum vettvangsrannsóknum eða upplifun greinarhöfundar. Þetta form bíður upp á skekkju þegar efnið er svo matreitt fyrir lesandann, líkt og þekkt er í mannfræðinni, ef greinarhöfundur passar ekki upp á að blanda ekki eigin skoðun á viðfangsefninu við hlutlausa umfjöllun sína sem lesandinn á heimtu á. Útgáfa á ritum eins og N. G. er því ekki auðveld og þurfa þeir því líklega að hlusta á mikla gagnrýni á skrif sín og passa sig sérstaklega á því að vera hlutlausir í umfjöllun sinni - miðað við umræðuna í síðasta tíma virðist þeim ekki alltaf takast það!

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

mánudagur, 18. febrúar 2008

alltaf góðir

föstudagur, 15. febrúar 2008

Ég á afmæli í dag :)



Sem sjálfhverfur einstaklingur í fílabeinsturni tilkynni ég hér með að ég á afmæli í dag!!! Ég þakka ykkur öllum fyrir öll liðnu árin (úff þetta hljómar orðið eins og jólakveðja). Ég elska ykkur öll (búhúhúhú...)


Jújú, alltaf eðlilegur

mánudagur, 11. febrúar 2008

Fréttaskot

Nú er sko ýmislegt að frétta. Ef einhver skyldi ekki vita af því þá erum við Vaka að flytja saman í íbúð á stúdentagörðunum á Lindargötu. Við erum raunar flutt, erum komin með mest okkar hafurtaks á staðinn og erum farin að sofa þar. Sjón er annars sögu ríkari og ef þig lesandi góður langar til þess að sjá best skipulögðu íbúð á stúdentagörðunum verðurðu bara að koma í heimsókn :)
Það sem er svo líka að frétta er að Ingimar er hérna í Reykjavík núna, er veikur, svo að það verður ekki mikið úr lærdómi næstu daga. Vonandi batnar honum nú samt sem allra allra fyrst svo að hægt verði að fara út og gera eitthvað skemmtilegt hið fyrsta.
Það þriðja sem er í fréttum er að búið er að samþykkja rannsóknaráætlun mína af stjórn verkfræðideildar HÍ (ég mun því útskrifast frá þeirri deild) svo að nú mun ég hald ótrauður áfram í átt að takmarki mínu, sem er að útskrifast eftir akkurat ár, eða í febrúar 2009.
Nú er hins vegar komið að því að fara að hugsa um barnið, sem er auðvitað ótrúlega hress miðað við veikindin (er í tölvunni) en það má ekki hafa hann í tölvunni of lengi eftirlitslausann.
Bless í bili!

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Ein Held starb vor 10 Jahren!

Falco, mein Held, starb vor 10 Jahren. So lange wir uns an ihn erinnern, stirbt er NIE!!!