föstudagur, 30. mars 2007

Í dag var stóri dagurinn...

Já, það var sem sagt í dag að ég fékk afhentan stykrinn frá LV. Dagur frændi minn fór með mér til halds og trausts og sá sko ekki eftir því. Þetta var fín "athöfn", stutt og hófst með mjög góðum mat. Úrvalskokkur sem þeir eru með þarna og er hætt við að starfsmenn LV leggi nú ekki mikið af eftir að hann kom til starfa. Hann er fyrrverandi eigandi Argentínu (so go figure). Andrúmsloftið var bara fínt og allir í góðu skapi :) enda ekki annað hægt. Veittir voru sjö styrkir en 45 umsóknir bárust. Eins og sést á síðu LV er inntak míns verkefnis töluvert öðruvísi en hinna sem fengu styrk. Nú er svo bara beðið eftir svari frá Orkusjóði, og eftir þessa lífsreynslu er maður bara bjartsýnn.
Vonandi eigiði góða helgi,
kv. Ó

fimmtudagur, 29. mars 2007

Skáldskapur

Mér er illt í mænunni
mold er í flestum veggjum
haninn ríður hænunni
hænan verpir eggjum

Fyrirlestur...

Þá er kominn fimmtudagur, búinn að flytja eitt stykki fyrirlestur í morgun og er nú á leiðinni í rúmið... Besta fyrirlestur dagsins flutti D, ýtarlegur eins og henni var von og vísa (nú þarf maður að fara að læra almennilega af henni). Hún Guðrún Lilja var svo búin að biðja mig að taka þátt í umræðuhóp um orku en ég veit ekki hvort ég kemst, hausinn er alveg að sprynga núna (þannig að ég er að fórna mér fyrir ykkur lesendur góðir).
Á morgun er svo stóra stundin, taka í spaðann á Frikka Sóf hjá LV, og mér skilst að ég megi taka með mér gest. Nú er bara að velja réttu manneskjuna, býður sig einhver fram???
En nú er það draumalandið,
kv. Ó

miðvikudagur, 28. mars 2007

Brosað í gegnum tárin...

Nú er ég lagstur í flensu... Tilkynningin um styrkinn í gær gerði mér samt kleift að brosa í gegnum veikindatárin ;)

þriðjudagur, 27. mars 2007

:) :) :) :) :)

Ég er svo lánsamur að ég fékk 400 þúsund króna styrk til að gera meistaraverkeni mitt í auðlinda og umhverfisfræðinni frá Landsvirkjun.
Kv. Styrkjakóngurinn

mánudagur, 26. mars 2007

Langaði að deila með ykkur...



Í síðustu viku fór ég til læknis til að kanna fyrir hverju ég hef ofnæmi. Var nú kominn tími til þar sem örugglega eru meira en 20 ár síðan ég varð fyrst var við þennan viðbjóð. Alla vega þá setti hann mig í ofnæmispróf...

Hugmyndir um kláða náðu nýjum hæðum í mínu lífi og ekki er laust við að mér hafi brugðið aðeins við hvernig upphandleggurinn leit út. Úrskurðurinn var að ég er með ofnæmi fyrir öllu nema rykmaurum, myglu og nánast ekkert fyrir frjókornum trjáa. Hæstu hæðum náði ofnæmið fyrir köttum (stóra bólan uppi til vinstri), ofnæmið fyrir grasi og svo auðvitað öllum öðrum ferfættlingum :( Ekki það að ég vissi þetta nú svo sem alveg en það var gott að fá þetta staðfest.
Þá læt ég þessari raunasögu lokið, góða nótt,
kv. Ó

Frábær ferð :)

Jæja góðir hálsar, þá er maður kominn heim í sollinn eftir góða og endurnærandi ferð út á land. Ferðin heppnaðist bara frábærlega (finnst mér alla vega, er kannski ekki alveg hlutlaus) og vil ég nota tækifærið og þakka samferðafólki mínu fyrir mikið stuð og mikla gleði!!!
Núna er hins vegar alvaran byrjuð en maður er nú alveg tilbúinn í hana eftir þetta "frí".
Lifið heil og farið vel með ykkur (sérstaklega þú D) og ég gef mér tíma við tækifæri til að láta ljós mitt skína,
kv. Ó

þriðjudagur, 20. mars 2007

Óveður á suðvestur-horninu :)

Þetta er nú frekar grátbroslegt, það er "óveður" í kringum Reykjavík og á Hellisheiði. Smá gola (25 m/s) og hefur maður nú séð það svartara líkt og þegar við feðgar komum úr Skagafirði rétt fyrir jólin síðustu þegar voru 27 m/s á Holtavörðuheiði og blindbylur (gort gort gort). Nú verður svo spennandi hvort blása verður ferðin af!!!

mánudagur, 19. mars 2007

Og að lokum


Wulf, Wulf, Wulf... Ef guð væri til...

Og talandi um guð...

Enginn er verri, þótt hann sé....

HJÁLMAR

Þá meina ég hin sáluga hljómsveit, spilaði á Nasa síðasta laugardagskvöld!!!! Þið ykkar sem reynduð að nota einhverja hrikalega leim afsökun til að koma ekki eða þeir sem þurftu einhverra "hluta" vegna að drífa sig heim þegar stutt var liðið á fögnuðinn, þið misstuð af rosalegri skemmtun!!! Og syndin er að þessi hljómsveit skuli vera hætt :( en ég náði samt að sjá þá einu sinni live :) Ég held að ansi oft hafi ég verið nærri fallinn í trans af völdum tónlistarinnar, en hef vonandi ekki talað tungum (þarf reyndar að ganga úr skugga um það hjá samferðafólki mínu). Ég vil þakka þeim sem með voru fyrir góða skemmtun, vonandi gefst tækifæri í bráð til að endurtaka leikinn og sjá eitthver bandið live sem hefur jafn skemmtileg áhrif á mann :)
Heyrumst eftir ferðina hringinn!!!
Kv. Óli sem alltaf er/verður í skóla múahahhahahahahahaha

Benedikt 16 - Rottweiler guðs

Einhverntíma áður hef ég gert páfann að umtalsefni mínu, og hversu sérstaklega opinn hann er fyrir nýjungum og bróðurkærleik. Í politiken.dk fyrir ekki svo alls löngu birtist ný frétt af Benna að skrifa undir einhvern bleðilinn. Á þessum bleðli var staðfest sú stefna hinna kaþólsku að fordæma samkynhneigð (eða samkind) (sem kemur kannski ekki mörgum á óvart enda um GRÝÐARLEGA synd að ræða), en svo var það hitt atriðið sem mér fannst nú ansi skemmtilegt. Það var að, vegna þess að bannað er að skilja í kaþólskum sið, fólk sem einhverra hluta vegna ekki langar til að vera gift lengur eigi bara að búa saman í vináttu, eða eins og systkini hehehehhehehe (afsakið, þetta er ekkert hlægilegt). Og að auki kemur fram að kynlíf utan hjónabands er ALGJÖR SYND.
Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá að sumir eru enn staddir á miðöldum þegar við hin lifum í núinu. Það lætur mér alla vega líða betur með mitt eigið líf.
Að lokum langar mig til að segja ykkur að Benni 16 var forstöðumaður nefndar innan Vatíkansins sem tók við af spænska rannsóknarréttinum þarna í fyrndinni áður en hann varð páfi. Hlaut þar viðurnefnið Rottweiler guðs (sem mér finnst reyndar full töff fyrir þennan grátittling eins og sagt er í minni fjölskyldu). Lifið heil elskurnar mínar (nok en færsla komming op :)

Ég trúi þessu bara ekki

Ja þá er komið að því, ég set inn nýja færslu og bara man varla eftir hvenær ég skrifaði eitthvað hér inn síðast. Ég hef ákveðið að kenna annríki um bloggleti mína. Frá því að ég kom frá landi baunanna hefur verið brjálað að gera til þess að reyna að klára þau verkefni sem liggur fyrir að skila fyrir ferðina austur á land (reyndar allan hringinn) sem verið verður í á morgun. Fyrir ykkur sem ekki vita fékk ég þessa hugmynd í haust og með hjálp góðra vina og skólafélaga hefur hún sem sagt orðið að veruleika. Farið verður hringinn í lærdóms- og skemmtiferð á fimm dögum. Lagt af stað á morgun og komið heim á laugardaginn. Þetta verður Multi-culti hópur og ég hlakka alveg rosaleg til. Við verðum í rúman sólarhring hjá Þorvarði Árnasyni á Höfn og látum hann fylla okkur af fróðleik um umhverfismál og siðfræði. Svo eru það Kárahnjúkar á fimmtudag, Hásk. á Akureyri á föstudag (og vonandi vísindaferð) og svo skrönglast heim á laugardag. Leggurinn heim verður einmitt mjög spennandi og örugglega tilhlökkunarefni fyrir marga sem ætla að taka á því á djamminu á Akureyri á föstudagskvöldið :)
Nú er ramminn að fyllast. Best að publisha!!!

föstudagur, 9. mars 2007

Kveðja frá Köben

Það er nú meira hvað tíminn líður alltaf hratt þegar það er gaman.
Hér í köben er farið að vora, hitinn milli 6 og 10 gráður og maður er bara úti á flíspeysunni. Í gær fór ég niður í bæ, snæddi hádegisverð með Stebba og svo rölti ég um allar helstu nærliggjandi götur Striksins og Kaupmangaragötu án þess þó að fara neitt á þessar tvær götur. Ég mæli eindregið með þessu því í þessum götum eru miklu skemmtilegri litlar búðir.
Svo þegar heim var komið síðdegis fórum við Dagur og Deebo á göngu sem endaði niðri á Norðurbrúargötu. Löggan er enn mjög sýnileg í kringum Hús unga fólksins en maður kemst ekkert nálægt því. Svo þegar við ætluðum inn á pöbb þar nálægt liðaðist mótmælaganga framhjá okkur, á baráttudegi kvenni. Það var rosalegur fjöldi af fólki sem var gaman að sjá og fólkið var bara í miklu stuði, stór bíll með græjurnar í botni fyrstur og allar dansandi á eftir.
Bless í bili,
Óli

mánudagur, 5. mars 2007

Snillar


Versta martröð föðurins?


Nú er svo klikkað að gera (veit, valdi mér þetta) að ég hef bara ekki tíma til að blogga neitt af viti, en fann þennan brandara (takk wulffmorgenthaler.com).

sunnudagur, 4. mars 2007

Myndaseríur segja oft meira en langir pistlar!!!


Eigiði góða viku öllsömul, hjá mér er það bara lærdómur á eftir lærdómi þar til ég held til hinnar stríðshrjáðu Kaupmannahafnar. Næ vonandi nokkrum bardagamyndum sem ég set svo á vefinn (ef ég verð ekki barinn af Politiet eða venner af Ungdomshuset!!)
Aftur að lærdómi...
Kv. Óli

fimmtudagur, 1. mars 2007

Ein góð af dengsa á öskudaginn


"Ég er íþróttaálfurinn"

Norður á morgun, föstudag

Þá förum við feðgar norður á morgun, föstudag. Það er eins gott að mér leiðist ekki að keyra, kem kannski aftur í bæinn annað kvöld, alla vega í síðasta lagi á hádegi laugardag. Lærdómurinn kallar og nóg sem þarf að klára áður en ég fer til fyrirheitna landsins á miðvikudaginn, já það er komið að ferðinni til Köben :) :) :)
Kv. Óli

Síðasta frétt fengin af baggalutur.is

Að auki vil ég minna á kvikmyndagagnrýni baggalúts á þessari slóð.
Þið VERÐIÐ að lesa hana!!!

Dýraklám

Hneyksli innan náttúrufræðaheimsins
Ein myndana úr safninu sem sýnir ónefnt erlent par í afar klámfenginni stellingu.

Lögregla gerði í morgun upptækar allan tölvubúnað náttúrufræðistofnunar Íslands, eftir að mikið magn afar ógeðfellds, klámfengis efnis fannst þar.

Um er að ræða svokallað „dýraklám“ og er talið víst að fleiri opinberar stofnanir og söfn tengist málinu, bæði hér heima og erlendis - þ.á.m. nokkur stærstu og virtustu náttúrugripasöfn heims.

Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði stór alþjóðleg ráðstefna svokallaðra „líffræðinga“, sem halda átti á ónefndu hóteli í borginni, blásin af - en talsmaður borgarstjórnar lét hafa eftir sér um málið að sér þættu myndirnar „ferlega ógeðslegar“ og að þetta væri „augljóslega mjög sjúkur iðnaður“ þar sem níðst væri á „saklausum málleysingjunum á viðurstyggilegan hátt“.

BJÓRDAGURINN ER Í DAG

Kæru lesendur!!! Hinn merki bjórdagur er í dag, þetta er stórafmæli vegna þess að það eru 18 ár (Dagný vildi koma á framfæri að það eru ekki 20 ár, heldur 18 ár) síðan þessi skáldamjöður var leifður á Íslandi, og þess vegna gátum við Dagný spússa mín kíkt á rómantiskt kaffihús í gærkvöldi, haldið upp á daginn í dag og spjallað um heima og geima yfir kollu.
Eigiði frábæran bjórdag með sól í sinni og áfengi í blóði :)
Ykkar Óli