sunnudagur, 29. apríl 2007

Bloggleysi - bragarbót á

Já, hef ekki verið duglegur (í einn sólarhring) að blogga en mojoið hefur bera verið að stríða mér. Set inn færslu sem átti að koma inn í gær en blogger vildi ekki:

Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í dag er að finna margar ansi spennandi fréttir, m.a. þrjár úr Skagafirði!! Fyrst ber að geta að bátur strandaði við Fagranes í vikunni, mannbjörg varð. Ekið var á tvö hús á Króknum sama daginn og mun þetta ekki vera algengt á þessum slóðum, alla vega að þetta gerist tvisvar sama daginn. Um ótengd mál var að ræða. Þriðja fréttin er svo öllu stærri og fær meira pláss á blaðsíðunni. Það er að Vaktstjóri á vakt í bjórauglýsingu pilta. Þeir hafa jú alltaf verið líberal í Skagafirði og er greinilegt að svo á einnig um yfirbaldið. Vaktstjórinn umræddi er Sveinbjörn Ragnarsson, ekki veit ég hvort hann er AA (aðfluttur andskoti) en vel fellur hann að ímyndinni (skál og syngja og allt það). Mun myndbandið vera hið skemmtilegasta, þar sem vímuefnaneysla er mærð og slagsmál brjótast út uns varðstjórinn mætir á svæðið, í búningi enda á vakt og styngur leikendum inn (í steininn) með nokkrar dósir af Víking-bjór, mjöði okkar auðlindafræðinga. Vífilfell sver af sér öll tengsl við myndbandsgerðina. Mál þetta ku vera í rannsókn og verður spennandi að fylgjast með framvindu þess. Ekki er tekið fram hvort löggumanninn hafi verið settur í tímabundið leyfi. Svo er fólk sem segir að úti á landi gerist aldrei neitt. (Fréttablaðið föstud. 27. apríl 2007)

Engin ummæli: