mánudagur, 30. apríl 2007

Óskapnaður

Öl er böl segir frænka mín reglulega, sérstaklega þegar dóttir hennar hvartar undan þynnku. Einhverjir kunna að vera sammála og eftir nýjustu fréttir á politiken.dk er ég jafnvel farinn að hallast á sveif með frænku minni. Þar kemur nefnilega í ljós að eftir að Svíar gengu í ESB og aðgangur fólks að áfengi batnaði mjög, hafa dauðsföll tengd áfengisneyslu aukist umtalsvert. Skorpulifur meðal karlmanna eru 10% algengari og 15% hjá konum (skv. rannsókn frá Stockholms Universitet, sem nær yfir 6 ára tímabil í kringum 2000). Heimur versnandi fer, maður ætti kannski að hugsa sig tvisvar um áður en bjórinn verður gripinn næst úr ísskápnum eða pantaður á barnum?
Ég veit nú reyndar ekki hvort þetta hafi nein áhrif á mig, maður verður að passa að geilsabaugurinn verði ekki of strekktur skiljiði og svo verður nú að vera gaman að lífinu (og så krydser mand jo bare finger og håber jeg ikke får "skorpeliver"). Skál

2 ummæli:

dax sagði...

x-samfylkingin :-) göngum í evrópusambandið.

hikk!

Ólafur Ögmundarson sagði...

Hikk!!! Rétt er það :)