fimmtudagur, 26. júlí 2007

Kettir...


Ég er ekki hrifinn af köttum, en kettir eru oft hrifnir af mér. Ástæðan fyrir þessari litlu hrifningu er sú að ég er með ofnæmi fyrir þessum loðnu dýrum. Á visir.is er frétt um köt sem segir til um dauða vistmanna á hjúkrunarheimili sem hann býr á. Ef hann hjúfrar sig upp að vistmanni deyr sá hinn sami innan 4. klst. Óskar (eins og hann er nefndur) er ekki mikið fyrir að láta kjassa sig, nema þegar hann fer í "the death mode".
Kettir eru kannski ekki jafn nytslaus dýr og mér hefur lengi fundist (alla vega ekki allir).

Stráksi kominn

Oliver og félagar eru komnir í tækið. Hér er átt við VHS tækið á T12 sem er orðið frekar slappt, enda mikið notað af tíðum gestum heimilisins, barnabörnunum. Það er magnað hvað það er alltaf spennandi að horfa á imbann.
Á morgun verður svo haldið austur á Norðfjörð. Ættmóðirin, hún amma mín, verður níræð næsta þriðjudag. Fjölskyldan safnast saman um helgina, við förum í Hellisfjörð (ef veður leyfir) á sunnudaginn og svo verður svaka veisla á þriðjudaginn. Vaka kemur með, fer í fyrsta skipti á slóðir föður-ömmu sinnar, sem er ættuð úr Barðsnesinu svo það er vonandi að það verði hægt að sigla.
Læt þetta nægja í bili, leyfið lífinu að leika við ykkur :) öll sömul....

þriðjudagur, 24. júlí 2007

Nokkrar myndir frá LungA 2007


Það er fallegt á Seyðisfirði!

Jeff who?

Vaka og Albína

(Guðrún) Lilja húkkaði sér far með aðal töffaranum í bænum...

Dagný og Vaka, báðar svona líka ginkeyptar fyrir víni

mánudagur, 23. júlí 2007

Í upphafi nýrrar viku


Þá er runninn upp enn einn mánudagurinn. Þegar við Vaka, Lilja og Albína vorum að keyra heim eftir miðnætti í gærkvöldi komumst við að því að það er bara orðið dáldið dimmt um það leyti. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það ekki góð þróun sem þó er lítið hægt að gera í. Því miður. Seinni hluti sumarsins er runninn upp og daginn fer að stytta. En nú að öllu léttara hjali. Farið var á LungA um helgina. Um 1600 km eru því að baki og þreytan segir vel til sín. Helgin var hins vegar alveg frábær. Við byrjuðum á að keyra austur á föstudaginn (Vaka, Lilja og ég) með stoppi á Brú þar sem Albína bættist í hópinn. Teigur, búðir fornleifafræðinga sem grafa á Skriðuklaustri var svo áfangastaður dagsins. Dagný tók þar á móti okkur, vígreif og hress. Það var mjög gaman að koma þarna og sjá hvað fólk lætur bjóða sér, en aðstaðan á Teigi ku vera í betri kantinum miðað við þær aðstæður sem margir fornleifafræðingar búa við. Við sváfum vel (eða alla vega ég, sumir sváfu ekki eins vel vegna hrýns í mér). Loka áningarstaður laugardagsins var svo LungA á Seyðisfirði (ekki fjölskyldutjaldstæðið) en við fengum okkur heindýraborgara á Búllunni auk þess að fara í sund á Egilsstöðum á leiðinni. Ég mun hafa lent í slagsmálum á laugardagskvöldið en man bara ekkert eftir því (Sóley frænka heldur alla vega þessu fram með slagsmálin), það sér ekkert á mér en sá sem ég barði ku vera hel-blár og marinn. Já ég er greinilega ekkert lamb að leika sér við (en man samt ekki neitt). Góður matur var grillaður (kjúlli, lambalundir og humar) og sunnudagurinn fór svo í að taka sig og dótt sitt saman og keyra heim til Rvk. Þetta var yndisleg helgi (eins og ég er örugglega búinn að segja áður), og ég vil þakka öllum fyrir góða skemmtun, við verðum að endurtaka þetta í síðasta lagi að ári!!!

fimmtudagur, 19. júlí 2007

Það er byrjað að rigna

Nú fór loksins að rigna. Þvílíkur munur að labba í vinnuna í morgun, loftið hreynt eftir regnið og maður sér að gróðurinn hefur strax lifnað við aftur. Á morgun er svo stefnan sett á Austurland. Nánar tiltekið á Egilsstaði þar sem reiknað er með að gista í garðinum hjá Magga frænda. Ég held meira að segja að hann hafi keypt nýtt gestaklósett í tilefni heimsóknarinnar :) Svo er það LUNGA á laugardaginn, mikil spenna er fyrir ferðinni og undirbúningur stendur sem hæst. Við Vaka munum sjá um matinn, ferið verður að versla í dag og það verður sko ekkert slor í matinn. Ég nenni engu pylsu/hamborgararugli í mínum útilegum ;) Kjúlli og lundir, það er meira ég.

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Afmælisveisla le petit prinse í gær



Þá er stúfurinn minn orðinn 4. ára. Það er sem sagt ferming á næsta leyti :) Ég fór norður á mánudagskvöldið, gisti hjá Hlyn á Hólum og þakka ég honum fyrir gestrisnina. Arnþór G. gladdi okkur með nærveru sinni, auk Ránar og Gumma (hinn fanginn í Hjaltadal). Arnþór sá um grillið og fórst honum það afburðavel úr hendi (Hlynur átti að grilla, enda gestgjafinn, en eftir að hann kom inn og spurði hvernig maður sæi hvort kjöt væri tilbúið á grillinu voru völdin tekin af honum). Þriðjudagurinn rann svo upp, einn besti dagur sumarsins á norðurlandi til þessa. Gestir streymdu að um 3, en þar á undan höfðum við stráksi farið í fótbolta, hann í nýja ManUtd. gallanum sem hann fékk frá Nínu og Gísla. Ég verð nú að segja að hann var alveg ótrúlega rólegur yfir öllu pakkaflóðinu sem dundi á honum og svo var algjör snilld hvað veðrið var gott, börnin voru bara úti að leika sér. Ingimar var þá kominn í Batman-búninginn sem hann fékk frá mér (ég reikna fastlega með að hann hafi sofið í honum í nótt). Hjördís og Nonni, vinir Vöku (og hún fyrir að hafa komið þessu í kring) eiga mínar endalausu þakkir fyrir að redda þessu (Vaka bað Hjördísi, sem er í NY, að kaupa þetta fyrir mig því svona búningar eru uppseldir á Íslandi). Takk enn og aftur :)
Nú eru það hins vegar EIP´s sem kalla... (en fyrst nokkrar myndir)




mánudagur, 16. júlí 2007

Frábær helgi

Þá er frábær helgi að baki. D kom í bæinn að austan og á stundum reyndist erfitt að draga hana frá sjónvarpinu (eða kannski ekki) vegna fráhvarfseinkenna (það er víst ekkert sjónvarp á Teigi). Á laugardaginn fórum við á djazz-tónleika á Jómfrúnni, tónleika sem haldnir eru á hverjum laugardegi í sumar, mismunandi stór-djazzarar koma fram og fólk situr og sötrar bjór og gæðir sér á dönsku smörrebröði. Þetta er einstakt framtak og gefur bæjarlífinu nýjan blæ. Vaka komst því miður ekki með okkur en hún smellti sér á Ólafsvík að heimsækja ömmu sína og afa. Ég renndi svo þangað á sunnudaginn að sækja hana. Við keyrðum fyrir nesið í blíðskaparveðri og nutum veðurblíðunnar. Þetta er svakalega fallegt svæði sem ég mæli með að fólk heimsæki hið fyrsta.
Nú hefur bloggið verið notað sem smá dagbók (hehehe), Ingimar minn á afmæli á morgun og ég bruna því norður í land í kvöld til að vera með snúði litla :)
Njótið nú góða veðursins á SV horninu á meðan það gleður okkur, áður en það fer að rigna í nokkrar vikur ;)

fimmtudagur, 12. júlí 2007

Að hitta naglann á höfuðið...

Sólskin

Mér finnst gott þegar sólin skín, maður verður svo bjartsýnn en á sama tíma nennir maður ekki að vera inni að berja saman setningar í blaðsíðnavís fyrir vinnuna. Hvernig væri því að það rigndi núna í nokkra daga til að vökva aðeins jörðina sem er öll að skrælna, svona til þess að uppskerubrestur verði ekki á suðurlandi vegna þurrks og ég gæti skrifað? Ég væri alla vega alveg til í smá vökvun (að innan sem utan).

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Þjórsárdalur


Horft niður í Þjórsárdal frá veginum að Háafossi

Kirkjan endurbyggða við þjóðveldisbæinn

mánudagur, 9. júlí 2007

Máltæki

Viltu verða svartu blettur á samfélaginu, eða gulur blettur í laki?

Nýir möguleikar á atvinnu???

Eftirfarandi frétt birtist á politiken.dk fyrir einhverju síðan:

"Det skulle være så naturligt, men vi er ikke gode nok - synes vi selv.

Interessen for at søge hjælp hos en sexolog er nu så stor, at der er over et års ventetid på Danmarks to sexologiske klinikker.

Det skriver gratisavisen Metroxpress.

»Det er for eksempel kvinder med manglende sexlyst eller fysiske smerter ved samleje. Det kan også være mænd med rejsningsproblemer,« siger specialist i klinisk sexologi Inge-Lise Bielecki fra Jysk Sexologisk Klinik i Randers til Metroxpress.

Familien lider
Og den lange ventetid på hjælp til sexlivet går ud over familien, mener generalsekretær Bjarne B. Christiansen fra Sex og Samfund:

»Der er slet ikke nok hjælp at hente i forhold til den stigende efterspørgsel, vi oplever. Det er alvorligt, når sexlivet skranter. For mange ender det med en skilsmisse,« siger han.

Men det er ikke bare danskere med en lægeerklæring på et seksuelt problem, der søger hjælp. Helt almindelige danskere betaler gerne for hjælp hos en alternativt uddannet terapeut.

»Det er unge par og singler, der kommer i min praksis. Folk ved for lidt om deres egen krop, og mange kvinder har aldrig fået orgasme,« siger Hope Cedercrantz, som er blandt de første 80 sexologer, der netop har gennemført et års uddannelse hos sexrådgiver Joan Ørting.

Man lærer ikke at kysse
Alle har rygende travlt med at hjælpe folk til et bedre sexliv:

»Det er en hel bølge for tiden. Folk vil gerne have et godt sexliv, men man lærer kun om prævention og kønssygdomme i skolen og fra forældre. Man lærer ikke at kysse,« siger hun til Metroxpress".

Hvað finnst þér svo um þetta mál??? Er þetta kannski rétta hillan fyrir mann???

Viagra er víst vinsælt á sumrin

Eftirfarandi frétt var á vísir.is fyrir nokkru.

"Það er ekki aðeins hitinn sem eykst á sumrin því eftir því sem segir í frétt á vef Jótlandspóstsins eykst sala á stinningarlyfjum eins og Viagra um 15 prósent yfir sumarmánuðina miðað við aðra mánuði ársins.

Haft er eftir kynlífsfræðingi í frétt Jótlandspóstsins að hugsanlega megi skýra þetta með því að fólki láti hversdagslífið lönd og leið og fagni því að það fái loks sumarfrí.

Kynlífsfræðingurinn segir þó aukin sala þýði ekki endilega menn stundi meira kynlíf yfir sumarið. „Þetta er eins og þegar fólk endurnýjar eldhúsið í von um að fjölskyldan muni sitja þar saman öll kvöld. Það er ekki öruggt að það markmið náist," segir kynlífsfræðingurinn".

Það er eins gott að fólk getur bjargað sér á þessum síðustu og verstu ;)

"Sumarfrí" - Ferð í Landmannalaugar

Síðasta föstudag og laugardag fór ég í smá ferðalag með tvo Austurríkismenn, mömmu og Ástríði vinkonu hennar. Ferðinni var heitið í Landmannalaugar fyrsta daginn og svo var gist í Hrauneyjum, sem áður voru vinnuskúrar Landsvirkjuanar. Skemmtilegt hótel bara sem ég mæli með. Svo er það bara mjög ódýrt, fyrir tveggja manna herbergi borgar maður 4500 kr án morgunmatar. Á laugardaginn var svo haldið niður Þjórsárdalinn sem ég komst að, að er einn fallegasti dalur landsins. Þvílík fegurð að orð fá því bara ekki lýst. Ég mæli með að fólk fari á jeppa ef það leggur á dalinn, m.a. til að fara að Háafossi (myndir fyrir neðan) en að honum er jeppavegar. Stöng, endurbyggði þjóðveldisbærinn eru ómissandi, sundferð í Reykjalaug (held hún heiti það) og svo bara njóta lífsins. Frábær ferð í alla staði, það var snilld að komast aðeins úr bænum og nú sest maður fullur af orku aftur við skriftir :) Fleiri myndir birtast svo þegar fram líða stundir.



fimmtudagur, 5. júlí 2007

miðvikudagur, 4. júlí 2007

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Blæti


Maður var gripinn við að hafa gervimök við hjólhest... Þetta var frétt á visir.is fyrir nokkru síðan.

Robert Stewart er gefið að sök að hafa verið nakinn fyrir neðan mitti á gistiheimilisherbergi þegar tvær hreingerningakonur komu inn. Þær sögðust hafa fengið áfall þegar maðurinn blasti við þeim í ósiðlegum stellingum með hjólhestinum. Hann lét sér hinsvegar hvergi bregða og hélt hjassinu áfram.
Stewen segir þetta allt byggt á misskilningi, meðal annars til kominn vegna þess að hann hafi drukkið aðeins of mikið.

Ekki er öll vitleysan eins, en ef þetta er ekki eitt af undarlegri blætum sem um getur þá veit ég ekki hvað... Veist þú um eða hefurðu hugmyndir að undarlegra blæti en þessu?

mánudagur, 2. júlí 2007

Lítillátur ljúfur kátur


(Mynd fengin hjá Vöku)
Nú er stráksi farinn. Það er ótrúlegt tómarúm sem myndast þegar hann yfirgefur pleisið. Nú get ég samt í staðin einbeitt mér að verkefnisskrifum (manni verður alltaf minna úr verki þegar hann er hjá manni). Svo eru uppi hugmyndir um að drífa sig á LUNGA 2007 (21. júlí) og ef verður úr mun ég keyra austur tvær helgar í röð :) Eins gott að mér leiðist ekki í bíl hehe. Ef þig langar með láttu mig vita og við verðum samfó!!!