föstudagur, 26. september 2008

Story of Stuff

Hafirðu smá tíma aflögu á annars annasömum degi, horfðu þá endilega á myndina Story of Stuff sem hægt er að horfa á á linknum www.storyofstuff.com

Rjúpnaveiðar!!!

Veiði á rjúpu hefur verið heimiluð með sama sniði og í fyrra, veiða má fimmtudaga til sunnudaga :) Maður fer sem sagt austur í nóvember!!!

miðvikudagur, 24. september 2008

Nú er

allt í járnum, brjálað að gera, og þótt ótrúlegt megi virðast sé ég fram á að útskrifast í nánustu framtíð (eftir svona eina meðgöngu) :)

miðvikudagur, 10. september 2008

Sikunews.com/

http://sikunews.com/ er vefsíða sem enginn áhugamaður um norðurslóðir og fréttir þaðan ætti að láta framhjá sér fara. Fréttir af umhverfisbreytingum og fréttir úr öllum hornum norðurslóða eru þar ríkjandi!

þriðjudagur, 9. september 2008

Slóðar á vinstri akrein!!!

Fólki er ekki við bjargandi. Frétt á mbl.is í dag segir frá 4. bíla árekstri á Hringbraut í morgun og á myndinni sem fylgir fréttinni sést að þessir aðilar voru á vinstri akrein. Skilur fólk virkilega ekki að vinstri akreinin er ekki aðalakreinin, heldur sú hægri. Sú vinstri er til þess hugsuð að hægt sé að taka framúr og fyrir hraðari umferð. Lenti meirað segja í því á leiðinin yfir Hellisheiði um helgina að það voru sleðar á vinstri akrein þar sem vegurinn yfir heiðina hefur verið tvöfaldaður!!

Það er bara eitt um þessa aðila að segja: "Fólk er FÍFL"!!!

Myndir úr lífi mínu síðust vikur...

Skuggarnir fara að lengjast en hreindýrin í óróanum mínum láta ekki deigan síga og hringsnúast þegar sólar nýtur við

Geitungarnir fóru að finna að endirinn var nærri og fóru því í hverja sjálfsmorðsárásina á fætur annarri í dauðagildruna mína. Hún kom alla vega í veg fyrir að þeir væru að angra okkur Vöku inni í íbúðinni okkar (sem er nota bene á 5. hæð)

Leifur (til vinstri á myndinni), mágur minn, komst með liði sínu Stjörnunni í undanúrslit í sínum flokki í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þeir komust því miður ekki í úrslitin en greinilegt er að Stjarnan stendur vel að ungmennastarfi sínu!Ein mynd verður að fylgja af prinsinum, frá því hann var hjá okkur síðast fyrir um mánuði síðan. Man nú ekki alveg hvað var í gangi en fjörið var alla vega mikið, líkt og alltaf þegar þessi elska kíkir í 101 Reykjavík :)