miðvikudagur, 18. apríl 2007

Áframhald um olíustöð

Heyrði eftirfarandi í fréttum áðan frá fréttaritara RUV í Noregi.
Það er sem sagt olíuhreinsunarstöð í Noregi, sú nærst stærsta í Evrópu (en er talin meðal á heimsvísu). Það leggja sex olíuflutningarskip að á dag, stærðir þeirra eru 380.000 tonna og svo 440.000 tonna skip. Nú spyr sá sem ekki veit hvort þetta er heildarþungi með farmi eða hvað þau geta borið? Alla vega er um mikið magn af olíu að ræða. Þessi skip þola illa lagðan sjó og ekki er talið æskilegt að byggja svona hreinsunarstöðvar þar sem hætta er á hafís (er hafísinn ekki einmitt stutt frá landi núna þarna fyrir vestan?). Svo sagði fréttamaðurinn að skip hafi strandað fyrir strönd Noregs fyrir nokkrum árum, en "heppnin" hafi elt menn, það var tómt og þvi fóru bara nokkur þúsund lítra af eldsneyti í sjóinn en hefði getað verið MIKLU meira!!! Hins vegar kom í ljós að yfirvöld í Noregi voru ekki viðbúin slysum af þessari gerð (eru samt búnir að bora eftir olíu í tugi ára) svo ein spurningin er hvort við værum eitthvað betri? Auðvitað eru þetta bara pælingar nema í umhverfis og auðlindafræði, en mér finnst nú ansi mikið á henni huldu með þetta og vil ég nota tækifærið til að vara menn við áður en farið er út í atkvæðaveiðar og loforð fyrir komandi kosningar. Precautionary principle er hér hið gullna hugtak!!!!!!

Engin ummæli: