Föstudagur:
Franz Ferdinand tónleikar, flottir, þegar þeir spiluðu en Jakobínarína - þrílík vonbrigði, voru fullir á sviðinu!!! Sofnað 3 sem var gott, var vakinn 9.
Laugardagur:
Vinna og svo var ég með Ingimar. Helga systir átti afmæli, borðaði köku hjá henni og svo var kjöt í karrý hjá múttu. Sofnaði svo með stráksa þegar hann átti að fara að sofa (ég sofnaði örugglega á undan). Rankaði við mér um 12, fór í sturtu. Ætlaði að kíkja í bæinn á bíl, en þegar ég var kominn að hringtorginu á Suðurgötu snéri ég við, nennti þá ekki lengra :) Var heillavænlegt skref, var vakinn 9 :)
Sunnudagur:
Horft á dvd, farið á kaffihús og svo flogið norður á Krók. Óvenju "þægilegt" að skilja við hann, sem skýrist meðal annars með því að hann var hjá mér í 9 nætur, nýtt fyrirkomulag sem hentar vel (svona áður en hann fer í skóla).
Mánudagur:
Skóli, skvass og farið á skotsvæði við Hafnir. Hrikalega léleg riffilaðstaða en ágæt haglabyssubraut. Vantar samt trappvél (sem er í boði hjá Ósmann á Króknum).
Þetta hafa því verið frábærir dagar, þótt Vöku mína vanti samt sárlega :( En ég hitti hana eftir ekki svo marga daga :)
mánudagur, 17. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Gott að heyra skat :)
Það vantar annars svoldið inn í gelgjusletturnar, annars var þetta gg* flott blogg hjá þér mar...
Fröken Ekki-Fullorðin :)
sammála. etta er eikkað svo *íslenskt*
ósmann rúlar!!! ;)
V og D, þið getið ef til vill uppfrætt mig við tækifæri um hvernig unga fólkið mælir og ritar á innlendum vefsíðum, svona til þess að ég geti lafað í móðinu?
audda mar, mig hlakkar gegt til. LOL.
Hei Óli mar... Héddna er svona gegt (eða gg*) gelgjublogg... Auðveldasta leiðin til að finna sollis er að fara bra inn á www.blog.central.is og skoða vinsælustu síðurnar eða ekkað
En hér er allana dæmi um sona gelgjudagbókarblogg:
hér er linkur
vona að idda virki
Gjélgjan
Haddna, mar verður eila að vera ógó vel máli farinn, þúst sona á þessum síðustu og verstu tímum...
Hehehehe, þið hafið þetta alveg í ykkur :) Mér finnst að þið eigið að taka þennan rithátt upp á ykkar bloggi, svona vel máli farnar eins og þið eruð!!!
Dax þó!! Maður „ég hlakka til“
döh, eila not, nema kannsk á forníslensku eða eikkað?
splu
Mér finnst alltaf frekar glatað þegar menn stunda svona klukkublogg.
9:00 Vaknaði í morgun, vatt mér í skóna, valt fram í eldhús og dó.“
Gott dæmi um slík blogg eru Siv Friðleifs og Valgerður Sverrisdóttir.
p.s. hve margir þingmenn/frambjóðendur hafa haldið áfram að blogga eftir kosningar. Miðað við blogg Valgerðar virðist heimsendir hafa orðið 12. maí...
já það er merkilegt og fyrirfinnst eflaust ekki í neinu öðru landi (annars staðar eru stjórnmálamenn með lífverði til að verjast stalkerum í stað þess að skaffa allar upplýsingar um sína rútínu).
vó mar...þetta var ógsla ísslenst eikkað...
Skrifa ummæli