laugardagur, 15. september 2007

Ein góð frétt (tekið af mbl.is)

Holdafar unglinga hefur áhrif á frjósemi síðar meir

Holdafar á unglingsárum hefur áhrif á hve mörg börn fólk eignast síðarmeir. Vísindamenn fylgdust með þrettán hundruð finnskum ungmennum, frá árinu 1980, en þau voru þá á aldrinum 3 - 18 ára.

Vísindamenn við háskólann í Helsinki mældu líkamsþyngdarstuðul þáttakendanna þegar þeir voru unglingar. Þeir sem höfðu verið of grannir sem unglingar áttu 10-16 prósent færri börn síðar á ævinni en þeir sem töldust innan eðlilegra þyngdarmarka. Þeir sem töldust of þungir áttu hinsvegar 32-38 prósent færri börn en hinir meðaþungu.

Annar aðstandenda rannsóknarinnar, Dr. Liisa Keltikangas-Jarvinen, sagði við Reuters fréttastofuna að lengi hefði verið vitað um tengsl þyndar og frjósemi hjá fullorðnum. Hinsvegar væri þetta í fyrsta sinn sem sýnt væri fram á að þyngd fólks á unglingsárum hefði áhrif á fjölda afkvæma á fullorðinsárum, óháð þyngd fólks þá.

Í skýrslu vísindamannanna segir einnig að þeir sem voru of léttir, eða of þungir sem unglingar hafi einnig verið síður líklegir til að búa með maka á fullorðinsárum, og gæti það að hluta útskýrt af hverju þeir eignuðust færri börn.

Vísindamennirnir segja niðurstöðurnar benda til að síaukið hlutfall feitra gæti haft alvarlegáhrif á frjósemi fullorðinna síðar meir.

Engin ummæli: