sunnudagur, 2. september 2007

Elvis - 30 ár frá dauða kóngsins


Á þessari mynd er vitnað í orð John Lennon "Before Elvis there was nothing".
Á mínu æskuheimili þóttu þetta orð að sönnu. Pabbi var þvílíkur aðdáandi að það hálfa hefði verið nóg, Elvis var mér sem uppeldisbróðir (sem ég þekkti samt aldrei persónulega). Þegar Elvis kom fyrst til landsins (gefur að skilja tónlistin hans) slógust menn um hvort hann væri góður eða ekki. Pabbi vildi nú aldrei viðurkenna að hann hafi tekið þátt í því.
Þessi smá pistill er ritaður vegna þess að fyrir nokkrum dögum voru 30 ár frá dauða kónsins, eða alla vega frá því að tilkynnt var að hann væri látinn. Margir trúa því reyndar að hann sé enn á lífi, en fólk deyr víst ekki á meðan það lifir í minningum fólks.

Engin ummæli: