fimmtudagur, 27. september 2007

"72 fjölskyldur borga bíl útvarpsstjóra"

var yfirskrift fréttar á visir.is 19. september síðastliðinn. Samantekið var fréttin um það að afnotagjöld sjötíuogtveggja fjölskyldna fer í að borga af rekstrarláni bíls útvarpsstjóra, sem er bíll af gerðinni Audi Q7 og ódýrasta týpan er 3.0 TDI® 5 d. 233 hö. 6 g. tiptronic® sjálfsk. quattro® og kostar litlar 7.990.000.- (rétt tæpar 8 milljónir króna). Dýrasta útfærslan er á rétt tæpar 10,2 milljónir.
Lítil sem engin umræða hefur farið fram um þetta í fjölmiðlum landsins og þykir mér það miður því óneitanlega kemur þetta manni spanskt fyrir sjónir. Sérstaklega þegar litið er á arfa slaka dagskrá ríkisfjölmiðilsins, svona fyrir utan eina og eina ódýra öðruvísi mynd eða þætti sem slæðast á skjáinn, þá helst seint á kvöldin því síbyljan frá US and A hefur að sjálfsögðu forgang til að gera okkur áhorfendur heiladauðari en nokkru sinni. Þetta hefur greinilega sín tilætluðu áhrif fyrst við kokgleypum þessar fréttir af glæsibifreiðinni, segjum já og amen, og kyngjum svo!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru íslendingar í hnotskurn, látum allt og alla vaða yfir okkur og tökum því bara án nokkurra mótmæla !!