þriðjudagur, 11. september 2007

Hugumstóri riddarinn, með litla hjartað



Meira hvað börn geta verði yndisleg þegar þau sofa. Við þetta hef ég átt að glíma síðust nætur og eftir stjórnlausa baráttu í nótt hef ég játað mig sigraðan. Í kvöld verður búið til fleti fyrir Ingimar á gólfinu þar sem hann mun svofa í nótt og hér eftir. Það er því miður ekki hægt að koma fyrir öðru rúmi fyrir hann inni hjá mér og því verður að grípa til þessa ráðs sem er löngu tímabært. Ég hef aldrei verið fylgjandi því að börn sofi uppí hjá foreldrum sínum því það veldur oft því að allir sofa illa, bæði börnin sem og foreldrarnir. Neyðin rak mig eiginlega út í þetta (vegna plássleysis) en nú er hann orðinn svo stálpaður að hann getur sofið einn á dýnu á gólfinu (með kassa sitthvoru megin við sig svo hann rúlli ekki út á gólf :). Frá og með nóttinni í nótt getum við því báðir hvílst til að hlaða batterýin fyrir orustur morgundagsins. Þær hafa ekki verið fáar síðan Ingimar kom. Orusturnar hafa einkum verið háðar í stofunni á T12 og svo uppi á lofti. Þar hafa alls konar forynjur, tröll, galdrakerlingar og hugumstórir prinsar riðið um héröð. Hið góða hefur að sjálfsögðu alltaf sigrað að lokum, þótt hugumstóra riddaranum (Ingimar, sem skaffar litla hjartað) verði ekki alltaf um sel þegar mótleikararnir (mamma eða ég) verðum of ógurleg í leik okkar. Hér verður að taka fram að riddarinn hugumstóri, en með litla hjartað, er sá eini sem klæðist búningi og því er það einungis ímyndunarafl hans sem gerir okkur ógurleg.
Það verður ekki annað sagt en að stráksi sé varkár að eðlisfari :)

2 ummæli:

Vaka sagði...

Hehe, litli kúturinn :)

Það er nú varla hægt að breiða meira úr sér í rúminu en hann gerir á þessari mynd!

Ólafur Ögmundarson sagði...

Úff nei, það er sko rétt :)