Munnræpan heldur áfram og nú að alvarlegri málum að nýju. Eins og margur hefur tekið eftir hafa á síðustu vikum verið kvaðnir upp dómar í málum karlmanna á aldrinum 18-75 ára í einu óhuggnanlegasta barnaníðingsmáli Danmerkur. Þeir hafa verið fundið sekir um að misnota systur sem í dag eru 10 og 12 ára. Nú var verið að dæma föðurinn í undirrétti og fékk hann 10 ár fyrir að selja þær og misnota þær sjálfur. Danski fjölmiðlar kallar þetta et stærkt signal, Tönder-sagen har skærpet danskernes fokus på seksuelle overgreb. Ég spyr mig í framhaldi, hvenær fáum við Íslendingar að verða vitni að því að íslenskir barnaníðingar fái dóma í einhverri líkingu við þennan dóm og þá dóma sem hafa fallið í þessu máli til þessa? Til að lesa meira um þessa frétt er linkurinn hér. Gó Danir og vonandi lærum við eitthvað af ykkur!!!
Kv. Óli
þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sammála - og 10 ára dómur fyrir pabbann eru í raun ekki neitt en samt betra en þetta grín sem viðgengst hér á landi...
Það er alveg rétt, 10 ár eru alls ekki nógu langur dómur. 100 ár væri kannski nær lagi!!!
Skrifa ummæli