Nú er maður bara með munnræpu, ótrúlegt en satt. Varð að skrifa smá um mynd sem ég sá í gær, Blood diamond. Hreint út sagt, snilldarmynd sem ég hvet alla til að sjá. Títanic-töffarinn (halda sumir fram) Caprio fer á kostum, ásamt svörtum leikara (sem ég veit ekki hvað heitir). Hún heldur manni alveg frá byrjun til enda og varpar ljósi á aðstæður sem maður vissi af, hafði heyrt aðeins um. Ofgnótt er af demöntum í heiminum, þannig að allir ættu að geta átt þá í kílóavís, en vegna þess að markaðnum er stjórnað af fáum aðilum sem stjórna framboði með því að hafa lagerhús full af þessu grjóti þá er verðinu haldið uppi!!! Ég hvet ykkur því lesendur góðir að hugsa ykkur aðeins um áður en þið kaupið demant næst, um hvaðan hann kemur og með hvaða hætti honum var aflað. Svo eru íslenskir steinar líka bara miklu fallegri í glingri!!!
Hin myndin sem ég sá fyrir ekki svo löngu er The departed. Gamaldags spennumynd með fullt af blóði og töff endi sem kemur öllum á óvart. Ætla ekki að segja meira svo ég eyðileggi ekki myndina :)
Að síðustu þá langar mig að segja ykkur frá undri sem gerðist í dag. Ég keypti mér kort í ræktina í HÍ!!! Nú á að styrkja sig heldur betur fyrir veiðiferðina ti l Grænlands í lok júlí, byrjun ágúst. Dýrin verða jafnvel bara hlaupin uppi hehe.
Góðir hálsar, læt þetta nægja í þetta sinn,
kv. Óli
mánudagur, 12. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli