fimmtudagur, 22. febrúar 2007

Rotnunarilmur

Það er ógeðsleg lykt hérna í húsinu... Við Hringur frændi fórum á stúfana niðri í þvottahúsi þaðan sem lyktin virtist koma og eftir nokkra leit kom sökudólgurinn í ljós. Það var ekki dauð mús (eins og okkur grunaði) heldur kjúklingabringur í frauðplastbakka með plasti utanum sem var alveg að fara að springa. Ilmurinn er því núna eins og í Sorpu (minnti mig óneitanlega á þann vinnustað) hérna í húsinu, ég segi því núna, mér er ljúft að lifa í daun (þó hann sé ekki einu sinni minn eigin)
Kv. frá Sómó (Sorpa+Tómó hehehehe)

Engin ummæli: