Nú er sunnudagskvöld runnið upp og ný vika að byrja. Það er víst óhætt að segja að það hafi verið nóg að gera þessa helgi. Föstudagurinn var notaður í að undirbúa afmælisveisluna mína sem haldin var á föstudagskvöldið. Hún heppnaðist bara rosa vel, maturinn var góður (þótt ég segi sjálfur frá) og gestirnir voru hæstánægðir með villibráðarþemað. Það sem meðal annars var boðið uppá var þurrkuð reykt hrefna, steikt hreindýr, steikt stokkönd og urtönd, steikt langvía, reyktur lundi, reykt hrátt hangikjöt, grafnar gæsabringur og svo ýmislegt meðlæti (gras og fleira). Ég var svo leistu út með þvílíkum gjöfum. Ég þakka kærlega fyrir mig!!!
Laugardagurinn var svo tekinn snemma, já lesandi góður þú ert ekki að lesa vitlaust. Þannig er nefnilega mál með vexti að Atli vinur minn missti systur sína í síðustu viku og við Maggi fórum austur í Skálholt til að vera við jarðarförina hennar klukkan 1. Athöfnin var mjög falleg og ég óska Atla og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð.
Á laugardagskvöldið var svo Júró-partý hjá mömmu Magga. Ekki var nú mikil ánægja hjá mér með Eika Hauks og hans framlag, en það vann víst, og ég veðjaði um að ef hann kæmist úr forkeppninni yrði ég að elda fyrir gesti Erlu (mömmu Magga) Júrókvöldið í maí en ef Eiki kemst ekki í úrslitin eldar Erla, og það eina sem væri tekið sem afsökun fyrir að mæta ekki og elda væri að ég sé í útlöndum þetta ákveðna kvöld. Vill einhver sem sagt bjóða mér til útlanda þennan Júródag í maí?
sunnudagur, 18. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli