mánudagur, 26. febrúar 2007

Mojo og helgin búin

Klukkan orðin rúmlega 12 á miðnætti, ég loksins að komast í lærdómsmojo og þá þarf maður að fara að halla sér :-( Stráksi er nefnilega búinn að vera veikur alla helgina þannig að ekki hefur gefist mikill tími til lærdóms (og ein ritgerð due á morgun). Hef reyndar fengið frest á hana. Ingimar fór ekki norður í dag vegna veikindanna, ég keyri hann norður á miðvikudaginn í staðin.
Þrátt fyrir veikindin fórum við feðgar í leikhús í dag, og sáum Karíus og Baktus bróður hans. Alveg stórskemmtileg sýning og við skemmtum okkur konunglega. Hún er líka þægilega stutt, rétt um 40 mínútur, svo að börnin voru ekki orðin vitund óróleg þegar henni lauk. Eitthvað kipptist minn maður nú við meðan á sýningunni stóð og sagðist einu sinni vilja fara heim þegar spenningurinn var orðinn mikill vegna burstans sem elti K og B, en var þeim mun stórkarlalegri í lýsingum eftir hana (meiri í orði en á borði þetta yndi).

Vonandi eigiði góða viku öll sömul...
Kv. Óli

Engin ummæli: