fimmtudagur, 1. febrúar 2007

Febrúar tvenna fjórtán ber

Vá, það er kominn febrúar. Ég trúi þessu bara ekki. Minn mánuður runninn upp og ekki er það nú leiðinlegt. Já, ég á afmæli í feb., nánar tiltekið þann 15. Þá verða 31 ár frá því ég kom í þennan heim.
Hún Margrét móðursystir mín hefði átt afmæli í gær, og að því tilefni fékk ég mér göngutúr í Forssvogskirkjugarð þar sem hún liggur. Svo fór ég auðvitað að leiðinu hans pabba og á göngu minni um garðinn rakst ég á grafir þýskra hermanna sem féllu hér við land í síðari heimsstyrjöldinni. Mjög falleg og látlaus gröf. Svo rambaði ég líka á gröf Jónasar frá Hríflu. Ég fór að hugsa þegar ég var þarna að þetta væri alveg ótrúlega vannýttur staður til "útivistar" og hugleðingar. Þarna liggur auðvitað fólk á öllum aldri og ég tel að maður lærir með því að fara í kirkjugarð að meta lífið meira og betur.
Ingimar kemur um helgina og verður í rúma viku, vá hvað ég hlakka til!!!
Kveð að sinni,
Óli

Engin ummæli: