Þá er kominn mánudagur enn á ný, og ég sá mér þann kost vænstan að setja inn eina "litla" færslu.
Litlu drengurinn fór norður í gær með nafna sínum og sóttist þeim ferðin bara mjög vel. Það var ekker mál að kveðja Ingimar, hann var tilbúinn að fara til mömmu sinnar og Gísla pabba, og auðvitað systur sinnar líka. Það er ótrúleg aðlögunarhæfni sem hann hefur, skilur á milli þessara heima sinna eins og ekkert sé. Það að hann sé farinn fylgir auðvitað að það er orðið aftur hálf tómt á Tómó, en hann kemur jú bráðum aftur suður!!!
Næst á dagskrá er svo auðvitað afmælið mitt, sem haldið verður upp á með pompi og pragt á föstudaginn 16. Það er daginn eftir afmælið mitt. Mikill spenningur er í loftinu, boðið verður upp á villibráð af ýmsasta tagi, auk annars konar pinnafæðu og síðast en ekki síst verður boðið upp á áfengi (og kannski gos :) og það á enginn að fara úr veislunni nema á fjórum fótum, eða bara gista!!!
Svo ég útskýri aðeins af hverju ég ákvað að halda upp á födselsdaginn minn með svona mikilli viðhöfn, og ég "bara" að verða 31, er að fyrir ári, þegar ég náði þeim merka áfanga að verða 30, var ekkert tilefni til hátíðarhalda og því frestaði ég 30. afmælinu um ár og held það núna :) Góð hugmynd ekki satt? Svo kemur þetta líka svo skemmtilega út vegna þess að núna hef ég kynnst fullt af nýju og skemmtilegu fólki sem ég get boðið til veislu!!
Bless í bili,
Óli
mánudagur, 12. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli