Hver hefði trúað þessum titli??? Ekki ég, en það hefur verið sýnt fram á þessa staðreynd, með visindalegum hætti!!!
Þess ber þó að geta að þetta á einungis við um gagnkynhneigðar konur (hehe) eins og segir í frétt Mbl.is. Rannsóknin var unnin af merkum vísindamönnum Berkeley háskóla í Kaliforníu.
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær fyrstu sem benda til að lykt af svita breyti hormónamagni hjá konum. Málið er þá kannski að stinka bara sem mest af eigin svita næst þegar stormað verður á djammið, ég er því, e.t.v., kominn í baðpásu þangað til á næsta sunnudag!!!
Kveðja úr ilminum, Óli
þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hmm... tek þessari frétt nú aðeins með varan á - held að það sé nú ekki sama hvernig svitalyktin er... ef t.d. rosalega súr yakk ;)
Já þetta er örugglega rétt hjá þér. Var einmitt bent á þetta í gærkvöldi og dreif mig því í ræktina áðan og sturtaðist á eftir.
Skrifa ummæli