Þá er klukkan orðin rúmlega tólf að miðnætti, og maður er loks að komast í lærdómsgírinn... Hvernig stendur eiginlega á þessu? Sem betur fer er alla vega ekki skóli í fyrramálið (snemma þ.e.) en ég þarf víst samt að fara með drekann í viðgerð, svo ég fái nú loksins skoðun á hann. Hann verður líka að vera í góðu standi fyrir sumarið, þegar land verður lagt undir fót með A-hús í eftirdragi og norðausturland heimsótt. Ég hlakka orðið mjög til. Ég veit reyndar ekki hvenær ég á að finna tíma til að vinna, en er það ekki bara líka aukaatriðið? Maður á að lifa lífinu meðan maður getur :) Svo er "ákveðið" að ég fer á ráðstefnu í Leipzig í byrjun júní (æ en leiðinlegt), það er alla vega á teikniborðinu og við erum nokkur úr náminu að hugsa um að skella okkur Brynhildur segir alla vega að það sé möst fyrir okkur að fara og við látum hana ekki segja okkur það tvisvar. Ég hef reyndar komið til Leipzig áður, og mæli alveg með henni. Var vagga "byltingarinnar" sem gerð var í Austur-þýskalandi sem varð til þess að múrinn féll, þannig að maður getur líka drukkið í sig nútímasöguna þarna, í bland við allan bjórinn!!! Ekki slæm blanda það.
Það sem ber reyndar hæst þessa dagana er að Ingimar er hjá mér. Þvílík gleði. Hann tók svo sætt á móti mér þegar ég sótti hann til ömmu hans og afa í gær, enda allt of langt síðan við sáumst síðast (það er mér að kenna). Hann verður hjá okkur fram á næsta sunnudag, þegar ég fer með hann norður eða hann fær far með nafna sínum. Það kemur í ljós.
En þá að pirringi dagsins (sem nú er orðið gærdagsins vegna þess að blogger henti mér út!!!)
Það fyrsta sem pirraði mig í fréttum gærdagsins var þessi blessaða Norðurleið sem heltekið hefur Akureyringa. Á sama tíma og talað er um umhverfisvernd dettur mönnum í hug að auka aðgengi fólks að hálendinu, auka straum þess um mjög viðkvæm svæði. Ég veit vel að það liggur nú þegar vegur yfir kjöl, en hann er ekki fær allan ársins hring sem er gott. Svo að halda það að þetta borgi sig. 2000 kr fyrir rúntinn þarna yfir, sem styttir leiðina noður á Krók fyrir þá sem þar búa um heila 9 km. Það er ekki 2000 kr virði!!!
Svo næsta pirr var að danskir læknar taka ungar stúlkur í fitusog, þrátt fyrir að þær séu með lystarstol. Hvað er að??? Þetta er til háborinnar skammar. Þessum mönnum virðist ekkert heilagt og bara ef fólk borgar getur það fengið það sem það vill. Eins og ég hef oft sagt áður, "heimur versnandi fer".
Þriðja pirrið man ég bara ekki hvað var :) Enda kominn mánudagur með skítakulda og trekki.
Eigiði góða viku, þangað til næst
kv. Óli
mánudagur, 5. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Kaupum miða út sem fyrst!
hey...ég veit hvað þriðja pirrið er : það er til að svissneskir læknar hjálpi þunglyndu fólki að drepa sig !!! spáðiði í því, hver getur dæmt um það !!
Skrifa ummæli