fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Afmælisblogg

Er ekki rétt að pára nokkrar línur á skerm, svona áður en horfið verður inn í draumalandið. Ég á sem sagt afmæli í dag, skila inn umsókn í Orkusjóð og vegna þess að ég geri það á þessum degi hlýt ég að fá úthlutun úr honum :)
Einungis eru liðnar 40 min af afmælisdeginum, en hann leggst strax vel í mig nú þegar. Svo verður kíkt á Cultura annað kvöld, eftir að vömbin hefur verið blásin út af góðum mat og maður fær sér kannski 1 eða 2. Ég ætla að láta allar predikanir eiga sig í dag, þannig að ég segi bara eigiði góðan dag,
kv. Óli

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju og hafðu það gott í dag! kv. kp

Linda Björk sagði...

Til hamingju með daginn!

kv. Linda Björk

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn !!

Vaka sagði...

til hamingju með daginn :)

dax sagði...

dittó!

hlakka til að hitta þig í kvöld yfir afmælisbjór í góðra vina hópi :)

Gummi S sagði...

Til lukku!

ég átti að skila kveðju frá Skagfirðingabúð...