Þessar myndir eru mjög ólíkar þeim sem maður hefur hingað til séð frá Auschwitz, myndir sem Rússar tóku þegar þeir náðu búðunum á sitt vald nokkrum mánuðum seinna, vannærða ungverska fanga sem biðu dauðans. Þessar myndir eru til sýnis núna (yfir 100) á safni í Washington. Firringin er ótrúleg, sem sést á þeim nokkru myndum sem birtar eru á spiegel, fólk í söng og leik með foringjum eins og yfirlækninum Josef Mengele, sem sjaldan leyfði að teknar væru myndir af sér á meðan fýrað var stöðugt upp í gasklefunum.
Þess má geta að lokum að eigandi albúmsins, SS-foringinn Karl Höcker dó árið 2000, þá 88 ára gamall. Hann sat inni í 5 ár eftir að réttað hafði verið yfir honum og öðrum SS foringjum sem höfðu verið í Auschwitz. Einhver myndi nú segja að það væri vel sloppið fyrir fjöldamorðingja. Fyrir þá sem hafa áhuga á að heimsækja búðir þar sem hryllingnum er vel lýst bendi ég á að heimsækja Dachau, næst þegar þið eigið leið um München. Heimsókn sem setur mark sitt á mann og maður hefur gott af!!! Hér er svo ein myndin úr safninu (fyrir þá sem ekki nenna að fletta í gegnum það allt).

"Erholung vom Dienst: Lagerkommandant Richard Bär, KZ-Arzt Josef Mengele, der Kommandant des Lagers in Birkenau Josef Kramer (verdeckt) und der vorherige Kommandant Rudolf Höss" tekið af http://www.spiegel.de/img/0,1020,973125,00.jpg
2 ummæli:
súrt...
spes
Skrifa ummæli