sunnudagur, 9. september 2007

Chris Cornell


Ég fór á tónleika í gærkvöldi. Guðný frænka bauð mér með sér og strákunum hennar á Chris Cornell í Laugardalshöll. Það er óhætt að segja að ég var bara mjög spenntur fyrir þá, enda þarna á ferð söngvari Soundgarden, hljómsveitar sem alltaf hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér (þeirra þekktasta lag Black hole sun ætti að birtast á blogginu líka). Ég verð að viðurkenna að ég þekkti svona 1/4 laganna sem tekin voru, töluvert minna að margir aðrir sem þarna voru og sungu með öllum lögunum, en þvílíkt stuð. Til þess hins vegar að koma því frá þá voru þetta hreint út sagt frábærir tónleikar. Stemmingin var með afbrigðum góð, Cornell stóð undir væntingum með sína rosalegu rödd (söng samfleitt í 2 1/2 klst), sást varla áfengi á nokkrum manni og aldursdreifing áhorfenda var mjög dreifð og gaf það tónleikunum annan og skemmtilegri blæ en ef einungis hefðu verið unglinar á þeim. Ég endurtek, frábærir tónleikar, sem ég fæ seint þakkað Guðnýju frænku fyrir að hafa boðið mér á :)

Engin ummæli: