sunnudagur, 2. september 2007

Síðasta vika í orðum og myndum


Vaka mín fór fyrir tæpri viku síðan. Hér er mynd af Düsenjäger sem tekin var af bílastæðinu á Keflavíkurflugvelli þann dag. Það er greinilegt að herinn (hvers lenskur sem hann er) er ekki alveg farinn. Einhverjar hundakúnstir í gangi.

Eftir að hafa horft á eftir henni í gegnum tollinn fór ég Krísuvíkurleið vegna þess að ferðinni var heitið í Grímsnesið. Maggi og Rósa voru þar í bústað. Leiðin er rosalega falleg en vegurinn er rosalegt þvottabretti. Ég hélt bara að bíllinn minn myndi ekki hafa þetta af. Fyrri myndin er af gamla skólanum í Krísuvík og sú seinni af Krísuvíkurkirkju.





Í gær fór ég með Dagný, Warsha og Ravi til Keflavíkur. Við ákváðum að kíkja á Ljósanótt. Það var bara ágætt, fundum mjög fínan pöbb (Írskan) þar sem allir nema ég (the designated driver) gátu hlýjað sér á guða veigum. Það veitti nú ekki af vegna vosbúðar. Eitthvað eru Suðurnesjamenn nú slappir í landafræðinni. Á einu húsi bæjarins var plakat með fánum þjóðlanda allra íbúa bæjarins. Þar rak Ravi (sem er frá Mauritius - ísl. Máritíu eða eitthvað svoleiðis) augun í að það fór ekki saman nafn og fáni. Máritanía og Máritía eru jú ekki sama landið.
Þetta var annars ott kvöld í alla staði :) Það þarf nú samt að vera betra veður til þess að ég leggi leið mína aftur á Ljósanótt.





Engin ummæli: