mánudagur, 24. september 2007

Rétt að klára...

Nú er rétt að klára það sem ég byrjaði að pára á netið í gær. Inspírasjónin eru viðbrögð nokkurra vina G. Lilju við færslu hennar um vandræði gæsaveiðimanna að komast í tún til að murka lífið úr saklausum málleysingjunum. Það er vandræði þeirra veiðimanna sem eiga ekki vini, ættingja eða peninga til að kaupa sér aðgang að gæsalendum. Þetta er alveg rétt hjá henni, og fyrir mína parta er ég ekki tilbúinn til að borga morð fjár fyrir að skjóta gæsir né nokkurn annan fugl.
En hvað með gæsirnar í Reykjavík?
Það að gæsirnar á "túnum" Reykjavíkur séu látnar vaða svona uppi skil ég ekki. Þær eru bara til óþurftar og ó-yndisauka (í mínum huga). Það þarf eitthvað að gera til að stemma stigu við fjölgun þeirra. T.d. er mín hugmynd að gefa út veiðidaga á þær og banna alla umferð á sama tíma, nema þá auðvitað á ábyrgð þeirra sem brjóta útgöngubannið. Þetta myndi hreinsa borgina af fuglaskít sem orðið er allt of mikið af. Spurning hvor íhaldsmenn ættu ekki að koma þessu á framfæri við flokkssystkini sín í borgarstjórn? Þetta myndi á sama tíma leysa vanda veiðimanna eins og G. Lilju sem ekki hefur auðveldan aðgang að túnum landsins. Þetta er alla vega hugmynd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta náttúrulega bara snilldar hugmynd !! ...þetta myndi leysa vanda okkar eins og skot, alveg spurning um að semja formlegt bréf til að senda á borgarstjórnina!! ...ég er til ;)

Ólafur Ögmundarson sagði...

Heheh já hvernig væri það?