fimmtudagur, 20. september 2007

Athyglisvert!!!

Ég rakst á athyglisverða frétt á spiegel.de þar sem fjallað er um myndaalbúm SS foringja sem var í Auschwitz. Myndirnar eru teknar í lok árs 1944 og sýna SS-foringja, afslappaða að njóta lífsins gæða þessa tíma á meðan verið var að murka lífið úr gyðingunum ekki langt frá.
Þessar myndir eru mjög ólíkar þeim sem maður hefur hingað til séð frá Auschwitz, myndir sem Rússar tóku þegar þeir náðu búðunum á sitt vald nokkrum mánuðum seinna, vannærða ungverska fanga sem biðu dauðans. Þessar myndir eru til sýnis núna (yfir 100) á safni í Washington. Firringin er ótrúleg, sem sést á þeim nokkru myndum sem birtar eru á spiegel, fólk í söng og leik með foringjum eins og yfirlækninum Josef Mengele, sem sjaldan leyfði að teknar væru myndir af sér á meðan fýrað var stöðugt upp í gasklefunum.
Þess má geta að lokum að eigandi albúmsins, SS-foringinn Karl Höcker dó árið 2000, þá 88 ára gamall. Hann sat inni í 5 ár eftir að réttað hafði verið yfir honum og öðrum SS foringjum sem höfðu verið í Auschwitz. Einhver myndi nú segja að það væri vel sloppið fyrir fjöldamorðingja. Fyrir þá sem hafa áhuga á að heimsækja búðir þar sem hryllingnum er vel lýst bendi ég á að heimsækja Dachau, næst þegar þið eigið leið um München. Heimsókn sem setur mark sitt á mann og maður hefur gott af!!! Hér er svo ein myndin úr safninu (fyrir þá sem ekki nenna að fletta í gegnum það allt).

"Erholung vom Dienst: Lagerkommandant Richard Bär, KZ-Arzt Josef Mengele, der Kommandant des Lagers in Birkenau Josef Kramer (verdeckt) und der vorherige Kommandant Rudolf Höss" tekið af http://www.spiegel.de/img/0,1020,973125,00.jpg