fimmtudagur, 27. september 2007

Skuggahliðar mannanna

Fyrir ekki svo löngu síðan, eða 22.8.2007, var fjögurhundruðasta manneskjan á dauðadeildinni (Death Row) í Texas tekin af lífi með banvænni sprautu. Lög um að taka fanga af lífi með banvænni sprautu voru sett sett 1977 en voru fyrst notuð til að ákvarða aftöku Charlie Brooks árið 1982. Á árunum 1819 til 1923 tíðkaðist að hengja fangana á dauðadeildinni og á árunum 1923-1977 var rafmagnsstóllinn notaður. Á tíma rafmagnsstólsins voru 361 fangi tekinn af lífi. Þeir sem hafa horft á The Green Mile muna e.t.v. eftir hversu hrottalegt aftökutæki rafm.stóllinn var og ekki var óalgengt að mistök væru gerð við þá framkvæmd.
Þessar upplýsingar eru fengnar af Death row information síðu The State of Texas, sem ég flæktist inn á þegar fjallað var um 400 fangann á vefmiðli politiken.dk. Það sem einnig er að finna á þesari síður eru upplýsingar um síðustu orð fanga fyrir aftöku, sem um margt eru athyglisverð þar sem mjög margir lýsa yfir hversu trúaðir þeir séu orðnir og að þeir séu auðvitað saklausir (spurning hversu mikið mark er takandi á því). Að lokum langar mig til að benda á er eftirfarandi:

Gender and Racial Statistics of Death Row Offenders

Race

Female Male
Total
White 5 107
112
50.0% 29.6%
30.1%
Black 5 147
152
50.0% 40.6%
40.9%
Hispanic 0 104
104
0.0% 28.7%
28.0%
Other 0 4
4
0.0% 1.1%
1.1%
TOTAL 10 362
372
100.0% 100.0%
100.0%

Auðvitað eru flestir afbrotamannanna svartir, næstir eru hvítir og hispanics eru þarna rétt fyrir neðan. Aðrir virðast svo ekki brjóta mikið af sér í Texas. Ætli þessi tölfræði sé tilviljun eða brjóta svartir bara meira af sér en aðrir kynþættir? Bendi reyndar á að hvítar konur eru jafn margar svörtum sem teknar hafa verið af lífi (hver svo sem ástæðan er fyrir því).

Þetta voru þankar mínir á fimmtudegi, 8 dögum áður en ég fer til Vöku minnar, úti er mígandi rigning og vart hundi út sigandi!!

1 ummæli:

Vaka sagði...

já, maður spyr sig hvort svartir brjóti frekar af sér, eða hvort þeir fái harðari dóma, og ef þeir brjóti frekar af sér, hvað veldur því þá? Lágur socio-economical status líklega, sem aftur "er ekki þeim að kenna"....

8 dagar í þig :) Hér er sól og 10-15 stiga hiti :) Reyndar á að helliringa á morgun, enda er ég búin að fá mér regnbuxur til að vera viðbúin því :)