miðvikudagur, 12. september 2007

Minn tími er kominn...

Klukkan að verða eitt að nóttu og ég sit við skriftir, sem sagt á mínum tíma :) Ég er að leggja lokahönd á sumarverkefnið mitt (Binna gerði margar athugasemdir við það sem ég er að laga) og á "fóninum" er Franz Ferdinand (flott nafn ef hreimurinn er þýskur). Ég er að fara á tónleika með þeim á föstud.kvöldið (já, þú getur alveg öfundað mig) og ég hlakka mjög til. Það er Dagnýju að þakka að ég þekki þá yfir höfuð og á hún mikið hrós skilið fyrir það.
But now, back to business...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis harka !!
...hvenær fær maður svo að glugga í þetta meistaraverk??

Ólafur Ögmundarson sagði...

Heheh, kannski aldrei ;) Þetta verður alla vega ekki birt á veraldarvefnum (og svo orsakast þessi harka af því að dagarnir með Ingimar fara í annað en vinnu :)

Nafnlaus sagði...

Hey, fær maður engan sjens þar sem maður þekkir höfundinn? ;)

dax sagði...

harka, og svo er bara að verðlauna sig með því að fara á Franz! :)

Vaka sagði...

Alltaf gott að setja sér markmið og hafa svo svona verðlaun í lokin :)

Vildi svo geta farið á þessa tónleika líka, fíla Franz Ferdinand (með þýzkum hreim) geðveikt!