laugardagur, 15. september 2007

FH (skammstöfun fyrir Fimleikafélag Hafnarfjarðar)

Já nú (eða fyrir nokkrum dögum) hefur verið kveðinn upp úrskurður í máli tveggja leikmanna fimleikafélagsins um hvort þeir megi spila úrslitaleik bikarmótsins í knattspyrnu fyrir núverandi lið sitt, Fjölni, gegn einmitt fimleikafélaginu. Þetta er pínu ruglingslegt en málið er að þeir eru á lánssamningi hjá Fjölni (Grafarvogi) en einmitt FH og Fjölnir mætast í áðurnefndum úrslitaleik. Klásúla er í samningum tveggja leikmanna að þeir megi ekki spila gegn FH mætist liðin í keppni.

En nú að úrskurðinum sem endaði með að verða að þessir tveir leikmenn fá ekki að taka þátt í leiknum. Nú vona ég svo innilega að FH vinni og það verði hægt að nudda þeim upp úr því að þeir hafi ekki þorað að mæta Fjölni með þeirra sterkasta lið, en þessir tveir lánsmenn eru einmitt bestu leikmenn Fjölnis :) Ofan á þetta klúður FH-inga bætist svo að þjálfari þeirra, sem ég held að heiti Ólafur (nafninu til skammar), var með einhverjar fáránlegar afsakanir hvað þetta varðar í fráttablaðinu í vikunni. Eitthvað á þá leið að þetta væri gert með hag leikmannanna að leiðarljósi, væri slæmt ef þeir klúðruðu boltanum fyrir Fjölni sem svo myndi e.t.v. leiða af sér mark fyrir FH. Ef eitthvað er nú langsótt er það þetta.

Mér persónulega er svo alveg sama hvort þetta standi í samningi (reyndar ótrúlegt að íþróttalið setji svona klásúlur í samninga leikmanna á Íslandi), þessir leikmenn Fjölnis eiga að fá að spila svo bæði lið geti leikið með sín bestu lið og að áhorfendur geti þ.a.l. fengið að njóta eins góðs úrslitaleikjar og hægt er (svona miðað við að KR er ekki að spila hann ;)!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þú segir það.
Er samningur ekki alltaf samningur?
til hamingju með KR

Ólafur Ögmundarson sagði...

Takk takk og jú samningur er samningur, en enginn samingur er yfir breytingar hafinn og svo er nú aumt að þurfa að taka vígtennurnar úr andstæðingnum með svona stöntum til að eiga séns!!! ;)