fimmtudagur, 26. júlí 2007

Stráksi kominn

Oliver og félagar eru komnir í tækið. Hér er átt við VHS tækið á T12 sem er orðið frekar slappt, enda mikið notað af tíðum gestum heimilisins, barnabörnunum. Það er magnað hvað það er alltaf spennandi að horfa á imbann.
Á morgun verður svo haldið austur á Norðfjörð. Ættmóðirin, hún amma mín, verður níræð næsta þriðjudag. Fjölskyldan safnast saman um helgina, við förum í Hellisfjörð (ef veður leyfir) á sunnudaginn og svo verður svaka veisla á þriðjudaginn. Vaka kemur með, fer í fyrsta skipti á slóðir föður-ömmu sinnar, sem er ættuð úr Barðsnesinu svo það er vonandi að það verði hægt að sigla.
Læt þetta nægja í bili, leyfið lífinu að leika við ykkur :) öll sömul....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En gaman hjá ykkur...góða ferð ! :)

Vaka sagði...

Verð að muna eftir sjóveikitöflunum :) Annars duga eldri kynslóðir af ofnæmislyfjum líka (en þau eru ekki eins vinsæl lengur vegna sljóvgandi áhrifa) svona F.Y.I :)