miðvikudagur, 18. júlí 2007

Afmælisveisla le petit prinse í gær



Þá er stúfurinn minn orðinn 4. ára. Það er sem sagt ferming á næsta leyti :) Ég fór norður á mánudagskvöldið, gisti hjá Hlyn á Hólum og þakka ég honum fyrir gestrisnina. Arnþór G. gladdi okkur með nærveru sinni, auk Ránar og Gumma (hinn fanginn í Hjaltadal). Arnþór sá um grillið og fórst honum það afburðavel úr hendi (Hlynur átti að grilla, enda gestgjafinn, en eftir að hann kom inn og spurði hvernig maður sæi hvort kjöt væri tilbúið á grillinu voru völdin tekin af honum). Þriðjudagurinn rann svo upp, einn besti dagur sumarsins á norðurlandi til þessa. Gestir streymdu að um 3, en þar á undan höfðum við stráksi farið í fótbolta, hann í nýja ManUtd. gallanum sem hann fékk frá Nínu og Gísla. Ég verð nú að segja að hann var alveg ótrúlega rólegur yfir öllu pakkaflóðinu sem dundi á honum og svo var algjör snilld hvað veðrið var gott, börnin voru bara úti að leika sér. Ingimar var þá kominn í Batman-búninginn sem hann fékk frá mér (ég reikna fastlega með að hann hafi sofið í honum í nótt). Hjördís og Nonni, vinir Vöku (og hún fyrir að hafa komið þessu í kring) eiga mínar endalausu þakkir fyrir að redda þessu (Vaka bað Hjördísi, sem er í NY, að kaupa þetta fyrir mig því svona búningar eru uppseldir á Íslandi). Takk enn og aftur :)
Nú eru það hins vegar EIP´s sem kalla... (en fyrst nokkrar myndir)




4 ummæli:

Vaka sagði...

Flottastur :)

Lilja sagði...

Gvööð hvað hann er töff !! :)

...fyndið með hlynsa og kjötið ;)

Hallrún sagði...

Til hamingju með daginn Ingimar þú er flottastur :) ,)

Nafnlaus sagði...

Þetta kallast eiginlega bara snilld, hver heldur að ég nenni að standa úti og grilla þegar ég er með gesti í heimsókn, auk þess sem við vorum með grill master 6300 sem sá um þetta.
En allavegna þá er ég ánægður að sagan af Gumma fylgdi ekki með í þessu bloggi enda alveg efni í heilt blogg.