mánudagur, 16. júlí 2007

Frábær helgi

Þá er frábær helgi að baki. D kom í bæinn að austan og á stundum reyndist erfitt að draga hana frá sjónvarpinu (eða kannski ekki) vegna fráhvarfseinkenna (það er víst ekkert sjónvarp á Teigi). Á laugardaginn fórum við á djazz-tónleika á Jómfrúnni, tónleika sem haldnir eru á hverjum laugardegi í sumar, mismunandi stór-djazzarar koma fram og fólk situr og sötrar bjór og gæðir sér á dönsku smörrebröði. Þetta er einstakt framtak og gefur bæjarlífinu nýjan blæ. Vaka komst því miður ekki með okkur en hún smellti sér á Ólafsvík að heimsækja ömmu sína og afa. Ég renndi svo þangað á sunnudaginn að sækja hana. Við keyrðum fyrir nesið í blíðskaparveðri og nutum veðurblíðunnar. Þetta er svakalega fallegt svæði sem ég mæli með að fólk heimsæki hið fyrsta.
Nú hefur bloggið verið notað sem smá dagbók (hehehe), Ingimar minn á afmæli á morgun og ég bruna því norður í land í kvöld til að vera með snúði litla :)
Njótið nú góða veðursins á SV horninu á meðan það gleður okkur, áður en það fer að rigna í nokkrar vikur ;)

4 ummæli:

Vaka sagði...

Takk fyrir frábæra helgi :)

Þú gleymir samt alveg að minnast á ferðina okkar þriggja út á land á laugardagsmorgninum, þ.e. þegar við fórum til Kópavogs í Smáralindina :)

Verð nú samt að segja að Snæfellsnesið stóð nú upp úr...

Linda Björk sagði...

Snæfellsnesið er frábært :) og fallegt. Hefðuð átt að drífa ykkur í göngu með mér.....

kveðja
Linda

Ólafur Ögmundarson sagði...

Satt segirðu, við gerum það næst :)

dax sagði...

Takk fyrir mig :)

er ennþá í menningarsjokki eftir þessa rvíkurferð og mun tæpast jafna mig í bráð

en ferðin út á land í verslunarmiðstöðina úr Neðra mildaði sjokkið.