mánudagur, 2. júlí 2007

Lítillátur ljúfur kátur


(Mynd fengin hjá Vöku)
Nú er stráksi farinn. Það er ótrúlegt tómarúm sem myndast þegar hann yfirgefur pleisið. Nú get ég samt í staðin einbeitt mér að verkefnisskrifum (manni verður alltaf minna úr verki þegar hann er hjá manni). Svo eru uppi hugmyndir um að drífa sig á LUNGA 2007 (21. júlí) og ef verður úr mun ég keyra austur tvær helgar í röð :) Eins gott að mér leiðist ekki í bíl hehe. Ef þig langar með láttu mig vita og við verðum samfó!!!

3 ummæli:

dax sagði...

víí :)

tjaldbúðir fyrir Fjölskyldufólk yrðu þá að veruleika :D

Lilja sagði...

I´ll be there ;)

Vaka sagði...

Þú verður þá að hafa bleika plastaða pappaökuskírteinið með í ferð, svo verður hægt að selja aðgang að skilríkjum ykkar Dagnýjar :)

Ég get sennilega reddað grilli og grillað nokkra sveitta hamma eins og síðast, en líklegra verður nú betra að stóla ekki á sömu nágranna og grilllán. Slökkvitæki kæmi sér hinsvegar vel (ef únglíngarnir frá Djúpavogi verða þarna aftur).

Stuð.is