fimmtudagur, 19. júlí 2007

Það er byrjað að rigna

Nú fór loksins að rigna. Þvílíkur munur að labba í vinnuna í morgun, loftið hreynt eftir regnið og maður sér að gróðurinn hefur strax lifnað við aftur. Á morgun er svo stefnan sett á Austurland. Nánar tiltekið á Egilsstaði þar sem reiknað er með að gista í garðinum hjá Magga frænda. Ég held meira að segja að hann hafi keypt nýtt gestaklósett í tilefni heimsóknarinnar :) Svo er það LUNGA á laugardaginn, mikil spenna er fyrir ferðinni og undirbúningur stendur sem hæst. Við Vaka munum sjá um matinn, ferið verður að versla í dag og það verður sko ekkert slor í matinn. Ég nenni engu pylsu/hamborgararugli í mínum útilegum ;) Kjúlli og lundir, það er meira ég.

3 ummæli:

dax sagði...

Bíð æsispennt :) Hef ekki athugað símann minn síðan á þri ef ske kynni að einhver hafi reynt að ná í mig vegna þessa stóratburðar.

Ólafur Ögmundarson sagði...

Hmm, t.d. ég :)

Nafnlaus sagði...

Mmmm....hljómar vel, vonandi ætlið þið að sjá um eldamennskuna líka, þar sem ég hef það orðspor á mér (eða bölvun) klúðra eldamennsku :oP