
Prinsinn minn átti afmæli fyrir viku síðan :) Einhverjir gætu undrast yfir því af hverju ég segi svona seint frá því, en þannig er mál með vexti að þegar barnið mans verður 5 er það ágætis realití tékk sem maður þarf tíma til að ná sér á. Svo sá ég líka í veislunni BÁÐAR tengdadætur mínar sem var nú ágætis biti í háls, hélt að ein væri nú nóg (eru á myndinni hérna fyrir ofan).
Afmælisveislan var annars mjög fín, nánast enginn grátur og stráksi fékk fullt fullt af gjöfum. Tæplega fjörutíu manns voru í veislunni, svo það er spurning hversu margir verða þegar drengurinn fermist. Afmælistertan var Súperman-terta og hann fékk líka slíkan búning frá okkur . Reyndar var ManU gallinn fyrir valinu til að vera í í veislunni, enda verðandi atvinnumaður þarna á ferð!
Margrét, litla systir Ingimar var líka rosa hress, er hætt að vera mannafæla og hún og Vaka voru hinar bestu vinkonur. Vaka las fyrir hana og svo skottaðist hún um í prinsessupilsi, hin mesta dama þar á ferð :)