þriðjudagur, 26. ágúst 2008

Ólympíuæði

Í tilefni af því að við, Íslendingar, erum þriðja sigursælasta þjóð Ólympíuleikanna, miðað við höfðatölu auðvitað þá langar mig að benda á nokkrar "íþróttagreinar" sem keppt hefur verið í á ólympíuleikum en eru ekki lengur keppnisgreinar. Þar eru nokkrar greinar sem við gætum örugglega einnig gert garðinn frægar í - og unnið jafnvel gull (sem er auðvitað krafan, sama hversu lítil þjóðin er!!!).
Reyndar eru þetta allt greinar sem við Íslendingar getum verið góð í, vegna þess hversu "bezt í heimi" við erum:
  • 100 metra sund sjómanna með frjálsri aðferð (sjóstakkasund tíðkaðist á árum áður á sjómannadaginn) - síðast keppt í árið 1896
  • Hindrunarsund - síðast keppt í árið 1900
  • Dúfuskotfimi - með lifandi dúfum - síðast keppt í árið 1900
  • Næst er það kraftlyftingar úti um allt (mín þýðing). Til nánari skýringar sjá mynd! - síðast keppt í árið 1904
  • Skotfimi með byssum notuðum til einvígja (kannski lítlar líkur á að við ynnum þetta, enda friðsemisþjóð) - síðast keppt í árið 1912
  • Tvíhent spjótkast. Okkur gæti alla vega ekki gengið ver í þessari íþrótt en spjókasti almennt - síðast keppt í árið 1912
  • Reipitog. Öruggur sigur, við erum jú sterkust í heimi! - síðast keppt í árið 1920
  • Kaðlaklifur. Bókað gull þar - síðast keppt í árið 1932
Svo mætti bæta við íslenskri glímu. Við hlytum að vinna hana, hún er nú einu sinni kennd við okkur!

ÍSLAND - BEZT Í HEIMI!

þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Mengun

Já, við erum meira að segja eftirbátar Kínverja (þegar þeir sýna sparíandlitið) hvað mengun varðar þessa dagana. Við getum reyndar kennt restinni af Evrópu um í þetta skiptið :) en stöndum okkur "rosalega" vel líkt og fyrri daginn Við búum jú á svo "hreinu" landi!
(heimild Vísir.is)

þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Uppeldi!


Ingimar: "Hvoru megin er KR-merkið?" (á KR-buningnum)
Pabbi hans: "Vinstra megin"
Ingimar: "Af hverju?"
Pabbi hans: "Vegna þess að það er þar sem hjartað er!"

Já, uppeldið er í fullum gangi, hann mun halda með KR. Og hana nú!

þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Vestmannaeyjar

Þá er maður kominn úr Eyjum (komumst þaðan í gær). Við unglingarnir höfðum það fínt, Vaka lappaði upp á þá marga og var svo að fram kominn eftir þessa 24 tíma vinnutörn að hún svaf í rúmlega hálfan sólarhring. Myndir koma von bráðar :)

miðvikudagur, 30. júlí 2008

Next we...

take Reykjavík. Já næsta stopp er Reykjavík. Meira flakkið á manni, meirað segja svo mikið að Ingimar vatt sér víst að ókunnri konu á Króknum og sagði henni allt um flakk pabba síns. Það var eitthvað á þessa leið: "Ég á pabba, hann á heim langt í burtu og hann á aldrei heima á sama stað. Hann átti heima í Reykjavík. Núna á hann heima á Akureyri en er aftur að flytja til Reykjavíkur".
Það er fátt sem fer framhjá þessum snilla :)

fimmtudagur, 24. júlí 2008

Prins

Prinsinn minn átti afmæli fyrir viku síðan :) Einhverjir gætu undrast yfir því af hverju ég segi svona seint frá því, en þannig er mál með vexti að þegar barnið mans verður 5 er það ágætis realití tékk sem maður þarf tíma til að ná sér á. Svo sá ég líka í veislunni BÁÐAR tengdadætur mínar sem var nú ágætis biti í háls, hélt að ein væri nú nóg (eru á myndinni hérna fyrir ofan).
Afmælisveislan var annars mjög fín, nánast enginn grátur og stráksi fékk fullt fullt af gjöfum. Tæplega fjörutíu manns voru í veislunni, svo það er spurning hversu margir verða þegar drengurinn fermist. Afmælistertan var Súperman-terta og hann fékk líka slíkan búning frá okkur . Reyndar var ManU gallinn fyrir valinu til að vera í í veislunni, enda verðandi atvinnumaður þarna á ferð!
Margrét, litla systir Ingimar var líka rosa hress, er hætt að vera mannafæla og hún og Vaka voru hinar bestu vinkonur. Vaka las fyrir hana og svo skottaðist hún um í prinsessupilsi, hin mesta dama þar á ferð :)

þriðjudagur, 22. júlí 2008

Faðir rekinn

úr vinnu vegna þess að hann tók fæðingarorlof - í Danmörku (politiken.dk). Spurning hvenær þetta fer að gerast á Íslandi - eða er þetta kannski að gerast án þess að maður frétti af því?

Fer fólk virkilega til Kamtjatka

og er ekki með byssur (riffla) með sér? Það virðist alla vega raunin hjá þessum 30 jarðfræðingum sem verið er að éta á þssum slóðum (sjá frétt á politiken.dk). Ótrúlegt að ekki hafi verið haft samband við mig og ég beðinn um að fara með, með byssu í hendi (eða einhver annar veiðimaðurinn). Alla vega þá bíð ég mig fram í næstu ferð!

mánudagur, 21. júlí 2008

Ný heimasíða

Nei ég hef ekki opnað nýja heimasíðu, en það hefur Gylfi Ægisson hins vegar gert - www.gylfiægisson.is - Ég vil endilega mæla með þessari síðu. Hún er hrein og tær snilld og sýnir enn og aftur hversu mikill snillingur hann Gylfi er! Sjón er sögu ríkari.

Niðurstöður

Niðurstöður óvísindalegrar rannsóknar minnar, sem gerð var með samanburði á ökulagi Reykvíkinga og Akureyringa, benda til að ökumenn (muna, konur eru líka menn) á Akureyri virði frekar umferðarreglurnar en þeir sem aka í Reykjavík. Sést það helst á því að ekki er farið jafn mikið yfir á rauðu hér á Akureyri en sjá má í Reykjavík. Takið eftir þessu þegar þið eruð næst á ferðinni!

sunnudagur, 6. júlí 2008

Allt að róast...

Nú er stráksinn farinn, ég að fara að keyra mömmu og ömmu til Neskaupstaðar þannig að það verður heldur tómlegt þegar Vaka kemur heim úr vinnunni í kvöld. Stefnan er jafnvel tekin á Hellisfjörð á morgun, ef ekki verður þoka. Enn eru ekki allar nætur bókaðar hérna hjá Hótel Óla, þannig að áhugasamir geta enn bókað gistingu í júlí :) Ein mynd látin fylgja af kósý-heitum per exelance á meðan Ingimar var hérna, lestur fyrir svefninn, Goggur glænefur í þetta skiptið.

þriðjudagur, 24. júní 2008

Frá sömu framleiðendum

og Fahrenheit 9/11 og Bowling for Columbine, myndin Bigger, Stronger, Faster
Athyglisverður trailer þetta :)

sunnudagur, 22. júní 2008

Allt að gerast

á blogginu.
Ruth benti mér á þessa frábæru síðu fyrir þá sem vilja geta slegið um sig með fræknum frösum http://www.atrixnet.com/bs-generator.html
Sem dæmi má nefna setninguna:
"authoritatively deliver granular niche markets" hvað þetta hins vegar merkir, veit ég ekki :)

James Bond-heilkennið

er heilkenni sem hrjáir playera sem eiga til að nýta bráð sína og hugsa bara um eigin hag. Þeir eru víst hins vegar ekki eftirsóknarverðir þegar byggja á upp fjölskyldu. Þetta er ein þeirra frétta sem ég hef hugsað mér að fjalla um á þessu bloggi, en vegna leti hefur það bara ekki orðið að veruleika.

Önnur frétt sem mig hefur langað til að fjalla um er mótleikur Dana við reykingabanninu sem sett var á á síðusta ári. Það er "den elektriske cigaret" eða »e-cigs«. Hún gefur ekki frá sér reyk en í hana eru settar fyllingar með nikótíni. Þær eru því ekki bannaðar vegna þess að þessar sígarettur eru flokkaðar sem "livsstilsprodukt". Danirnir alltaf góðir :)

Þriðja fréttin var að Svarthöfði, síðasti göngumaður í "skrúðgöngu" presta á prestaþingi hafi verið á vegum Vantrúar. Hann tók sig mjög vel út í göngunni og ég held bara að biskup ætti að bjóða honum næst að vera með. Lífgaði heldur betur upp á þessa annars drungalegu göngu (segir mikið til um gönguna fyrst svarthöfði lífgar upp á hlutina.

mánudagur, 16. júní 2008

Bað rauðhöfðaandarinnar

laugardagur, 14. júní 2008

Muna brosið :)

Kínverjar æfa Olympíu-brosi (sjá nánar þennan link). Einhvernvegin kemur þetta manni ekki á óvart, "kommarnir" standa fyrir sínu :)
Annars erum við V að fara á Mugison og fleiri núna, með bros á vör (óæft). Ég óska ykkur gleðilegrar helgar, ég er að fara að skemmta mér á tónleikum.

þriðjudagur, 10. júní 2008

Akureyri

Þá er maður kominn til Agureyris - eins og Bjöggi Halldórs sagði um árið. Erum í fanta fínni íbúð og getum því tekið á móti gestum og gangandi :) Hér verður besta veðrið í sumar!!!

föstudagur, 23. maí 2008

Á meðal jafningja

Nú hefur verið haft í hótunum um að bloggið mitt verði afskrifað eftir 58 daga (í dag), ef ég man rétt! Ég verð því að bregðast við svoleiðis hótunum og henda inn færslu.

Þannig er mál með vexti að nú er listahátíð í Reykjavík, og eitt af listaverkunum eru myndir af flestöllum börnum á landsbyggðinni milli 3. og 6. ára. Mamma fór því að rýna í vegginn með myndunum, sem er á horninu á Lækjargötu og Austurstræti, til þess að sjá hvort okkar maður leynist ekki þar, og jú, vitir menn, þarna er hann og það í tvíriti :) Auðvitað ekki að undra þar sem hann er jú fallegasta barn í heimi (fjögurra að verða fimm). Hérna er mynd af veggnum, nú er spurning hvort þú sérð stráksa:

Annars er allt að gerast, hún Vaka mín er að fara til Akureyrar um næstu helgi, ég fer einhverjum dögum síðar og við verðum þar í júní og júlí - sért þú því lesandi góður á ferðinni, hafðu þá samband - við tökum alltaf vel á móti gestum, og gangandi :)

mánudagur, 5. maí 2008

Vinnan

Ég fékk ekki vinnuna sem ég sótti um :-( En í staðin förum við Vaka bara út saman fyrstu mánuði næsta árs :-)
Það borgar sig að vera með backup plan :-)

miðvikudagur, 23. apríl 2008

Nýja Jórvík

Nýja Jórvík er næsti viðkomustaður minn. Kannski verður bloggað þaðan næst?

Gleðilegt sumar öll sömul!!

föstudagur, 11. apríl 2008

Mín heittelskaða yndislegasta kærasta


átti að sjálfsögðu mynd af Rollunni minni, þ.e. Patrolnum. Hvað gerði ég án hennar? Auðvitað hefði ég átt að spyrja hana bara strax... ohh... ég get stundum verið svo eitthvað utan við mig.


Takk elsku besta Vaka dúllan mín!!! Set inn eina frábæra mynd af þér í þakklætisskyni!!!







ps... Þetta bloggaði "mín heittelskaða" sjálf, ég bað hana bara að setja inn mynd af Pattanum

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Hehehe....

Ég er búinn að selja jeppann minn :(

Ég seldi Rolluna í gær (nick fyrir Nissan Patrol). Svo þegar ég var að leita að mynd af kagganum fyrir þessa færslu komst ég að því að ég á ekki mynd af honum.... búhúhúú... Ég bið þig því lesandi góður, ef þú átt mynd af minni elskulegu rollu að senda mér eintak af myndinni.

Þjóðarsorg hefur því verið lýst yfir frá og með deginum í dag!

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Umhverfisdagar við HÍ - Hefur þú grænan grun?

Það er mér mikil ánægja að kynna umhverfisdaga í HÍ - ÞETTA ER EKKI GABB!!!

Dagskrá Umhverfisdaga í Háskóla Íslands er eftirleiðis:

1. apríl:

11:30
Opnir básar á Háskólatorgi - umhverfisvænar vörur og lausnir

16:40
Sýning heimildamyndarinnar „We Feed the World“ (96 mín – enskur texti) og umræður í lok myndar um efni hennar.
Stofa HT-105, Háskólatorgi.

2. apríl:

12:00
Hádegisfyrirlestrar Umhverfisdaga: Kaupa fyrst, henda svo?

Tilraunir á áhrifum verðs á kauphegðun íslenskra neytenda. - Valdimar Sigurðsson, lektor við viðskiptadeild HR
Úrgangsmálin á höfuðborgarsvæðinu: Hver og einn skiptir máli í góðri meðhöndlun með gott hráefni. - Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs Sorpu
Stofa HT-104, Háskólatorgi.

20:30
Umhverfis-Quiz - Spurningameistari er Katrín Jakobsdóttir.
Staður: Highlander, Lækjargötu 10.

3. apríl:

21:00
Uppskeruhátíð Umhverfisdaga á Grand Rokk!
Staður: Grand Rokk, Smiðjustíg 6.

Ég hvet alla til að mæta og leggja þessu málefni lið. Þeir sem standa að þessum dögum eru:

GAIA - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði
Stúdentaráð HÍ
Stofnun Sæmundarfróða

fimmtudagur, 27. mars 2008

"Skilja við ömmu og afa auk pabba" - Frétt af mbl.is í dag

Við skilnað foreldra veikjast tengsl barnsins við föður sinn og föðurforeldra og virðist sjaldgæft að föðurleggur komi í stað móðurleggs þegar móðurættin veitir lítinn stuðning, skv. umfangsmikilli nýrri rannsókn Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, á aðlögun og líðan 18 ára ungmenna í kjölfar skilnaðar.

Minni tengsl við föðurættina má m.a. sjá af því að þeir sem reynt höfðu skilnað töluðu sjaldnar við föður sinn og hans foreldra en hin ungmennin gerðu, leituðu síður til þeirra og voru ólíklegri til að telja þau til nánustu aðstandenda. Þetta skýrir Sigrún með sterkri stöðu móðurinnar í lífi barnsins, sem rækti meira tengslin við sitt fólk en tengdafólk. Það mynstur verði svo skýrara við skilnað.

Aðspurð um hvernig megi skýra það að meiri þátttaka feðra í barnauppeldi hafi ekki skilað jafnari ábyrgð, segir Sigrún niðurstöðurnar hafa komið á óvart en mögulega liggi þetta í ólíkum hlutverkum foreldranna. Þótt pabbinn sé mikið með börnin sé hann oft að leika við þau en móðirin taki að sér ábyrgð og stjórn.

Pabbinn ósýnilegur

Ein af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir ungmennin sem reynt höfðu skilnað foreldra var hvort þau teldu þar einhverjum um að kenna. Af þeim sem það gerðu nefndi skýr meirihluti, 87%, föðurinn sem sökudólg. Til samanburðar kenndu aðeins 3% móðurinni um.

Aðspurð um hver hefði sagt þeim frá skilnaðinum sagði þriðjungur foreldrana hafa gert það í sameiningu og fjórðungur að móðirin hefði gert það. Í handriti að skýrslunni, sem 24 stundir hafa undir höndum, er bent á að tengsl geti verið á milli þess og að föðurnum sé kennt um skilnaðinn. „Draga má þá ályktun að ósýnileiki föður í sjálfu skilnaðarferlinu ýti undir hugmyndir barna um hann sem „sökudólg“, ekki síst þar sem móðir ber jafnframt mesta ábyrgð og tekur frekar að sér útskýringar.“

Þá kemur fram að þótt fráskildu foreldrarnir hefðu flestir hafið aðra sambúð þegar könnunin var gerð voru feðurnir líklegri til að skipta oftar um maka og eignast börn í seinni samböndum. Telja höfundar að þetta geti veikt stöðu föðurins í huga barnsins enn frekar.

Þarf meiri fræðslu um skilnaði

Til þess að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn, leggja skýrsluhöfundar til að efld verði fjölskyldufræðsla fyrir verðandi foreldra og að þeir foreldrar sem sækja um skilnað fái sérstaka fræðslu um hvernig best sé að standa að málum svo að skilnaðurinn hafi sem minnst áhrif á börnin.

Að lokum er lagt til að þeir foreldrar sem hvað erfiðast eiga með að leysa úr sínum málum fái til þess aðstoð og að börn þeirra fái sérstakan stuðning.

Í hnotskurn
Skýrslan „Aðlögun og líðan ungmenna í kjölfar skilnaðar foreldra,“ er eftir Sigrúnu Júlíusdóttur, Jóhönnu Rósu Arnardóttur og Guðlaugu Magnúsdóttur. Hún verður gefin út á næstu dögum af Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd í HÍ. Notaðir voru spurningalistar og var úrtakið 1200 framhaldsskólanemar. Svarhlutfall var 71,2%.

miðvikudagur, 26. mars 2008

Síðbúið páskablogg :)

Já þá er páskarnir liðnir, maður er búinn að reyna á það enn einu sinni að öl er böl, en einhvern vegin gleymir maður því alltaf á milli þess sem maður fær "sér einum" of mikið. Reyndar er raunarsögu (mánudagsins síðasta) því um að kenna að ég borðaði ekkert á leiðinni heim úr bænum, því er note to self alltaf að koma við á Pizza-King og fá sér eina 12". Þetta frí er annars búið að vera alveg frábært. Vinir mínir frá Tübingen í Þýskalandi, þeir Stephan (Stebbi) og Niels eru búnir að vera tíðir gestir hjá okkur Vöku í mat. Mikið er búið að skrafa og láta vitleysislega, og ég verð að hrósa henni Vöku minni fyrir frábæra tilburði í Þýskunni. Það er hreint ótrúlegt að hún hafi aldrei áður talað Þýsku af neinu viti. Hún er einfaldlega náttúrutalent þessi elska :) Við fórum svo með þeim félögum í bíltúr á mánudaginn (þynnkudaginn), ég svaf fyrsta hluta leiðarinnar en frá Búðum var ég með rænu og svo eftir vöfflurnar og kaffið á Ólafsvík á ömmu og afa Vöku reis landið hratt og ég var hinn brattasti þegar heim var komið hehe. Afi Vöku, hann Elinbergur, bað okkur svo vinsamlegst að koma sem oftast því hann fengi aldrei svona gott með kaffinu nema þegar gesti bæri að garði. Eitthvað held ég nú að þar sé um ýkjur að ræða, en hann getur treyst á að við komum sem oftast, það er alltaf jafn gaman að koma til hans og Heiðu.
Ég vona að þið hafið haft það sem allra best mín kæru, ég set bráðum inn myndir úr ferðinni um Snæfellsnesið, sem virðist mér vera óendalegt ljósmyndaefni :)

mánudagur, 17. mars 2008

Spam-komment

Þá er það fyrsta komið í höfn, var sett inn við síðustu færslu. Athyglisvert að einhverjir skuli vera að stunda þessa iðju.

miðvikudagur, 12. mars 2008

Endurvinnsla - réttur trjánna



mánudagur, 10. mars 2008

Híhí

laugardagur, 1. mars 2008

Úti á landi

Stjörnuspá dagsins af mbl.is:
Vatnsberi: Losaðu þig við alla óþarfa sviðsmuni. Þeim mun hæfileikaríkari sem þú ert, þeim mun minna aukadót hefurðu þörf fyrir. Þjálfaðu það sem skiptir máli.

Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir - en tek þessari ábendingu með brosi á vör :).

Ég er annars staddur á Ólafsvík - Snæfellsnesi. Vaka er hérna á læknavakt yfir helgina og það er vægast sagt búið að vera nóg að gera hjá henni. Ég vona nú samt að hún fái frið til þess að slappa aðeins af - svo hún verði nú ekki of þreytt í næstu viku!

Eigiði svo góðan bjórdag elskurnar mínar :) og áframhaldandi góða helgi!