Þá er afmælið fyrir austan yfirstaðið, ég kominn suður að vinna og stráksi og mamma eru enn á Norðfirði. Snúðurinn minn var nú ekki sáttur við að ég færi en hann jafnaði sig fljótt. Það er alltaf eins og hjartað sé rifið úr manni þegar hann er í þessum gír. Það er hins vegar bara eitthvað sem maður verður að harka af sér. Ég er svo sestur við skriftir að nýju, nú fer að líða að skuldadögum og ég ekki kominn nógu langt með þetta...
Afmælið hennar ömmu (Guðnýjar Pétursdóttur) heppnaðist mjög vel, bara alveg frábærlega. Það voru örugglega nærri 200 manns sem mættu og fór fjöldinn fram úr björtustu vonum. Ég hafði giskað á svona 150 gesti en aðrir á í kringum 100. Sú gamla var ótrúlega hress, það var gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að mæta.
miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er ennþá að svekkja mig á því að hafa misst af ykkur hér fyrir austan...
Já, það var nú meira klúðrið en gengur bara betur næst :)
Skrifa ummæli