Já maður er á lífi, en notar nú hverja mínútu sem gefst til að læra eða vinna (tvær min fyrir þessa færslu verða að nægja). Stráksi er hérna fyrir sunnan hjá okkur Vöku, litlu fjölskyldunni, og þar sem aðal barnapían (mamma) er að spóka sig í Berlin hefur maður nóg að gera :) Ég hef ekki verið í þessari stöðu frá því ég bjó fyrir norðan, að vera með hann einn allan daginn, og verð ég að segja að þetta er alveg frábært. Auðvitað er gott að hafa múttu og það auðveldar lífið mjög en þetta er alvöru :) Okkur Vöku ferst þetta líka bara vel úr hendi, hún er einmitt með I í afmæli hjá Leif, bróður sínum núna og svo þarf að elda í kvöld (ef þau koma ekki södd úr afmælinu ;) Hér er eldað á hverjum degi, soðinn fiskur í gær, læri á sunnudaginn svo að þetta er hard core!!!
Nú er það hins vegar Gautavíkur-þýðingin sem kallar. Textinn er mjög lélegur á frummálinu (nema ég sé svona lélegur í þýskunni hehehe), setningar sem ná yfirleitt yfir fjórar línur með fullt af aukasetningum og nú er vankunnáttan í fornleifaræðinni farin að segja til sín. Dagný er mér hins vegar innan handar svo þetta reddast, eins og alltaf :)
Góðir hálsar, bless í bili (tvöföldu) og ég hlakka til þegar þessari törn líkur!!!
laugardagur, 27. október 2007
föstudagur, 26. október 2007
295. færslan,
þriðjudagur, 23. október 2007
Myndir út og suður frá ferðinni til Odense, Köben og Berlin
Til að sjá útskýringar með hverri mynd þarf að velja albúmið og skoða það online eða velja kommentaboxið niðri vinstramegin.
fimmtudagur, 11. október 2007
Föndrari af lifi og sál
Vegna fádæma undirtekta við síðustu mynd og heillaóska vegna þess með hvaða stórveldi stáksi heldur með í íslensku íþróttalífi ákvað ég að bæta við mynd af honum, að föndra, með að ég held nýjustu tengdadóttur minni. Hann á víst tvær kærustur en hin hefur ekki enn náðst á mynd með honum. Ef ég veit rétt er þetta dóttir kaupfélagsstjórans á Króknum og eins og glöggir sjá fer vel á með þeim skötuhjúum.

Til þess hins vegar að svara þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust tengdar síðustu mynd sem birt var af Ingimar með KR-húfuna langar mig bara að segja þetta. 1. KR var ekki í fallsæti, þó svo að fjölgað hafi verið í deildinni. 2. KR-ingar þurfa ekki að lifa við það að hafa unnið bikarinn i knattspyrnu með því að draga vígtennurnar úr andstæðingnum. 3. Það sýnir sig bara að þessi blessuðu börn sem eru með KR-ingnum mínum á leikskóla láta ekki það á sig fá þótt einn sé öðruvísi og haldi með stórveldi í íþróttum í Íslandi og láta ekki einhverja afbrýðisemi koma fram í einhverjum látalætum sem stundum getur plagað þá sem ekki hafa stjórn á afbrýðisemi sinni ;)
Lifið heil, og áfram KR :)

Til þess hins vegar að svara þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust tengdar síðustu mynd sem birt var af Ingimar með KR-húfuna langar mig bara að segja þetta. 1. KR var ekki í fallsæti, þó svo að fjölgað hafi verið í deildinni. 2. KR-ingar þurfa ekki að lifa við það að hafa unnið bikarinn i knattspyrnu með því að draga vígtennurnar úr andstæðingnum. 3. Það sýnir sig bara að þessi blessuðu börn sem eru með KR-ingnum mínum á leikskóla láta ekki það á sig fá þótt einn sé öðruvísi og haldi með stórveldi í íþróttum í Íslandi og láta ekki einhverja afbrýðisemi koma fram í einhverjum látalætum sem stundum getur plagað þá sem ekki hafa stjórn á afbrýðisemi sinni ;)
Lifið heil, og áfram KR :)
miðvikudagur, 10. október 2007
mánudagur, 8. október 2007
Í útlandinu
Þetta er helvíti magnað, maður er ekki fyrr kominn á erlenda grundu þá fær maður pípandi og uppsöl. Ég hlýt að hafa valið þessa tímasetningu til að geta fengið þjálfaða hjúkrunarkonu og verðandi lækni til að sjá um mig!!! Ég er nú allur að skríða saman eftir allsherjar úthreinsun síðustu 12 tímana svo landið fer rísandi.
Ha' det!!
Ha' det!!
föstudagur, 5. október 2007
Odense ó Odense
Þá er ég kominn til Odense, til elsku Vöku minnar og því hefur AndVakan runnið sitt skeið, í bili :)
þriðjudagur, 2. október 2007
Þrjár nætur
Nú eru einungis þrjár nætur þar til ég fer til elsku Vöku minnar.
Aðrar fréttir af mér eru þær að ég tók að mér þýðingu á skýrslu um fornleifauppgröft að Gautavík í Berufirði. Skemmtilegt verkefni sem ég fæ auðvitað allt of lítið greitt fyrir, en peningar eru peningar, sama hversu fáir þeir eru :) Ég er líka kominn með leiðbeinanda, hann Ólaf Árnason sem kenndi mér í SEA í vor. Ég er mjög ánægður með það og því er líka á dagskránni að skrifa paper proposal að lokaverkefninu á næstu dögum. Eitthvað er ritgerð í EIA að þvælast fyrir þarna en hún verður tekin með tromi, í síðasta lagi þegar ég kem aftur heim frá útlandinu 20. okt. Já þetta verður langt úthald en langþráð. Auðvitað er stefnt að því að setja reglulega inn myndir af ferðinni.
Myndavélin verður alla vega tekin með, sem og fartölvan, svo þetta ætti að verða leikur einn.
Aðrar fréttir af mér eru þær að ég tók að mér þýðingu á skýrslu um fornleifauppgröft að Gautavík í Berufirði. Skemmtilegt verkefni sem ég fæ auðvitað allt of lítið greitt fyrir, en peningar eru peningar, sama hversu fáir þeir eru :) Ég er líka kominn með leiðbeinanda, hann Ólaf Árnason sem kenndi mér í SEA í vor. Ég er mjög ánægður með það og því er líka á dagskránni að skrifa paper proposal að lokaverkefninu á næstu dögum. Eitthvað er ritgerð í EIA að þvælast fyrir þarna en hún verður tekin með tromi, í síðasta lagi þegar ég kem aftur heim frá útlandinu 20. okt. Já þetta verður langt úthald en langþráð. Auðvitað er stefnt að því að setja reglulega inn myndir af ferðinni.
Myndavélin verður alla vega tekin með, sem og fartölvan, svo þetta ætti að verða leikur einn.
mánudagur, 1. október 2007
föstudagur, 28. september 2007
17. september
Þann 17. september síðastliðinn setti ég inn eina litla dagbókarfærslu sem vakið hefur mikla hrifningu, miðað við kommentin alla vega. Þetta gleður mitt litla hjarta mjög :) Komið hefur í ljós að það sem ég kalla dagbókarfærslu heitir á máli sérfræðinga klukku-blogg/færsla (á vandaðri Íslensku). Ég get hins vegar ekki státað af elstu klukkufærslu allra tíma (enda nýr í bloggheimum) en Dagný er með færslu um hana hér.
Góðar stundir!!!
Góðar stundir!!!
fimmtudagur, 27. september 2007
"72 fjölskyldur borga bíl útvarpsstjóra"
var yfirskrift fréttar á visir.is 19. september síðastliðinn. Samantekið var fréttin um það að afnotagjöld sjötíuogtveggja fjölskyldna fer í að borga af rekstrarláni bíls útvarpsstjóra, sem er bíll af gerðinni Audi Q7 og ódýrasta týpan er 3.0 TDI® 5 d. 233 hö. 6 g. tiptronic® sjálfsk. quattro® og kostar litlar 7.990.000.- (rétt tæpar 8 milljónir króna). Dýrasta útfærslan er á rétt tæpar 10,2 milljónir.
Lítil sem engin umræða hefur farið fram um þetta í fjölmiðlum landsins og þykir mér það miður því óneitanlega kemur þetta manni spanskt fyrir sjónir. Sérstaklega þegar litið er á arfa slaka dagskrá ríkisfjölmiðilsins, svona fyrir utan eina og eina ódýra öðruvísi mynd eða þætti sem slæðast á skjáinn, þá helst seint á kvöldin því síbyljan frá US and A hefur að sjálfsögðu forgang til að gera okkur áhorfendur heiladauðari en nokkru sinni. Þetta hefur greinilega sín tilætluðu áhrif fyrst við kokgleypum þessar fréttir af glæsibifreiðinni, segjum já og amen, og kyngjum svo!!!
Lítil sem engin umræða hefur farið fram um þetta í fjölmiðlum landsins og þykir mér það miður því óneitanlega kemur þetta manni spanskt fyrir sjónir. Sérstaklega þegar litið er á arfa slaka dagskrá ríkisfjölmiðilsins, svona fyrir utan eina og eina ódýra öðruvísi mynd eða þætti sem slæðast á skjáinn, þá helst seint á kvöldin því síbyljan frá US and A hefur að sjálfsögðu forgang til að gera okkur áhorfendur heiladauðari en nokkru sinni. Þetta hefur greinilega sín tilætluðu áhrif fyrst við kokgleypum þessar fréttir af glæsibifreiðinni, segjum já og amen, og kyngjum svo!!!
Skuggahliðar mannanna
Fyrir ekki svo löngu síðan, eða 22.8.2007, var fjögurhundruðasta manneskjan á dauðadeildinni (Death Row) í Texas tekin af lífi með banvænni sprautu. Lög um að taka fanga af lífi með banvænni sprautu voru sett sett 1977 en voru fyrst notuð til að ákvarða aftöku Charlie Brooks árið 1982. Á árunum 1819 til 1923 tíðkaðist að hengja fangana á dauðadeildinni og á árunum 1923-1977 var rafmagnsstóllinn notaður. Á tíma rafmagnsstólsins voru 361 fangi tekinn af lífi. Þeir sem hafa horft á The Green Mile muna e.t.v. eftir hversu hrottalegt aftökutæki rafm.stóllinn var og ekki var óalgengt að mistök væru gerð við þá framkvæmd.
Þessar upplýsingar eru fengnar af Death row information síðu The State of Texas, sem ég flæktist inn á þegar fjallað var um 400 fangann á vefmiðli politiken.dk. Það sem einnig er að finna á þesari síður eru upplýsingar um síðustu orð fanga fyrir aftöku, sem um margt eru athyglisverð þar sem mjög margir lýsa yfir hversu trúaðir þeir séu orðnir og að þeir séu auðvitað saklausir (spurning hversu mikið mark er takandi á því). Að lokum langar mig til að benda á er eftirfarandi:
Auðvitað eru flestir afbrotamannanna svartir, næstir eru hvítir og hispanics eru þarna rétt fyrir neðan. Aðrir virðast svo ekki brjóta mikið af sér í Texas. Ætli þessi tölfræði sé tilviljun eða brjóta svartir bara meira af sér en aðrir kynþættir? Bendi reyndar á að hvítar konur eru jafn margar svörtum sem teknar hafa verið af lífi (hver svo sem ástæðan er fyrir því).
Þetta voru þankar mínir á fimmtudegi, 8 dögum áður en ég fer til Vöku minnar, úti er mígandi rigning og vart hundi út sigandi!!
Þessar upplýsingar eru fengnar af Death row information síðu The State of Texas, sem ég flæktist inn á þegar fjallað var um 400 fangann á vefmiðli politiken.dk. Það sem einnig er að finna á þesari síður eru upplýsingar um síðustu orð fanga fyrir aftöku, sem um margt eru athyglisverð þar sem mjög margir lýsa yfir hversu trúaðir þeir séu orðnir og að þeir séu auðvitað saklausir (spurning hversu mikið mark er takandi á því). Að lokum langar mig til að benda á er eftirfarandi:
Gender and Racial Statistics of Death Row Offenders
Race | Female | Male | | Total |
---|---|---|---|---|
White | 5 | 107 | 112 | |
50.0% | 29.6% | 30.1% | ||
Black | 5 | 147 | 152 | |
50.0% | 40.6% | 40.9% | ||
Hispanic | 0 | 104 | 104 | |
0.0% | 28.7% | 28.0% | ||
Other | 0 | 4 | 4 | |
0.0% | 1.1% | 1.1% | ||
TOTAL | 10 | 362 | 372 | |
100.0% | 100.0% | | 100.0% |
Auðvitað eru flestir afbrotamannanna svartir, næstir eru hvítir og hispanics eru þarna rétt fyrir neðan. Aðrir virðast svo ekki brjóta mikið af sér í Texas. Ætli þessi tölfræði sé tilviljun eða brjóta svartir bara meira af sér en aðrir kynþættir? Bendi reyndar á að hvítar konur eru jafn margar svörtum sem teknar hafa verið af lífi (hver svo sem ástæðan er fyrir því).
Þetta voru þankar mínir á fimmtudegi, 8 dögum áður en ég fer til Vöku minnar, úti er mígandi rigning og vart hundi út sigandi!!
mánudagur, 24. september 2007
Rétt að klára...
Nú er rétt að klára það sem ég byrjaði að pára á netið í gær. Inspírasjónin eru viðbrögð nokkurra vina G. Lilju við færslu hennar um vandræði gæsaveiðimanna að komast í tún til að murka lífið úr saklausum málleysingjunum. Það er vandræði þeirra veiðimanna sem eiga ekki vini, ættingja eða peninga til að kaupa sér aðgang að gæsalendum. Þetta er alveg rétt hjá henni, og fyrir mína parta er ég ekki tilbúinn til að borga morð fjár fyrir að skjóta gæsir né nokkurn annan fugl.
En hvað með gæsirnar í Reykjavík?
Það að gæsirnar á "túnum" Reykjavíkur séu látnar vaða svona uppi skil ég ekki. Þær eru bara til óþurftar og ó-yndisauka (í mínum huga). Það þarf eitthvað að gera til að stemma stigu við fjölgun þeirra. T.d. er mín hugmynd að gefa út veiðidaga á þær og banna alla umferð á sama tíma, nema þá auðvitað á ábyrgð þeirra sem brjóta útgöngubannið. Þetta myndi hreinsa borgina af fuglaskít sem orðið er allt of mikið af. Spurning hvor íhaldsmenn ættu ekki að koma þessu á framfæri við flokkssystkini sín í borgarstjórn? Þetta myndi á sama tíma leysa vanda veiðimanna eins og G. Lilju sem ekki hefur auðveldan aðgang að túnum landsins. Þetta er alla vega hugmynd
En hvað með gæsirnar í Reykjavík?
Það að gæsirnar á "túnum" Reykjavíkur séu látnar vaða svona uppi skil ég ekki. Þær eru bara til óþurftar og ó-yndisauka (í mínum huga). Það þarf eitthvað að gera til að stemma stigu við fjölgun þeirra. T.d. er mín hugmynd að gefa út veiðidaga á þær og banna alla umferð á sama tíma, nema þá auðvitað á ábyrgð þeirra sem brjóta útgöngubannið. Þetta myndi hreinsa borgina af fuglaskít sem orðið er allt of mikið af. Spurning hvor íhaldsmenn ættu ekki að koma þessu á framfæri við flokkssystkini sín í borgarstjórn? Þetta myndi á sama tíma leysa vanda veiðimanna eins og G. Lilju sem ekki hefur auðveldan aðgang að túnum landsins. Þetta er alla vega hugmynd
Falco - Jeanny Part1
Vegna þess að það liggur vel á mér í dag (líkt og flesta aðra daga) mæli ég með að þið gleðjist með mér og hlustið á hinn ódauðlega Falco og Jeanny Part1. Ódauðlegt hreint út sagt, pínu tragískt en samt gleðilegt á sama tíma :) Segir kannski margt um minn tragí-kómíska húmör (eða hvernig sem þetta er skrifað)
föstudagur, 21. september 2007
fimmtudagur, 20. september 2007
Sugar-ekki dady :)
Þegar Ingimar var hérna síðast var amma hans að búa til eftirmat. Það var súkkulaðimús sem kom í ljós að stráksa fannst ROSALEG GÓÐ. Ég hef aldrei áður séð þetta rólega barn jafn upp tjúnað, hann skipti gjörsamlega um ham. Það var reyndar ekkert skrítið því hann sleikti skálin mjög vel (vildi meina að hann væri eins og sá mikli Þvörusleikir :). Hér er ein mynd gleðinni til vitnis...

Gjöf frá Vöku
Athyglisvert!!!
Ég rakst á athyglisverða frétt á spiegel.de þar sem fjallað er um myndaalbúm SS foringja sem var í Auschwitz. Myndirnar eru teknar í lok árs 1944 og sýna SS-foringja, afslappaða að njóta lífsins gæða þessa tíma á meðan verið var að murka lífið úr gyðingunum ekki langt frá.
Þessar myndir eru mjög ólíkar þeim sem maður hefur hingað til séð frá Auschwitz, myndir sem Rússar tóku þegar þeir náðu búðunum á sitt vald nokkrum mánuðum seinna, vannærða ungverska fanga sem biðu dauðans. Þessar myndir eru til sýnis núna (yfir 100) á safni í Washington. Firringin er ótrúleg, sem sést á þeim nokkru myndum sem birtar eru á spiegel, fólk í söng og leik með foringjum eins og yfirlækninum Josef Mengele, sem sjaldan leyfði að teknar væru myndir af sér á meðan fýrað var stöðugt upp í gasklefunum.
Þess má geta að lokum að eigandi albúmsins, SS-foringinn Karl Höcker dó árið 2000, þá 88 ára gamall. Hann sat inni í 5 ár eftir að réttað hafði verið yfir honum og öðrum SS foringjum sem höfðu verið í Auschwitz. Einhver myndi nú segja að það væri vel sloppið fyrir fjöldamorðingja. Fyrir þá sem hafa áhuga á að heimsækja búðir þar sem hryllingnum er vel lýst bendi ég á að heimsækja Dachau, næst þegar þið eigið leið um München. Heimsókn sem setur mark sitt á mann og maður hefur gott af!!! Hér er svo ein myndin úr safninu (fyrir þá sem ekki nenna að fletta í gegnum það allt).

"Erholung vom Dienst: Lagerkommandant Richard Bär, KZ-Arzt Josef Mengele, der Kommandant des Lagers in Birkenau Josef Kramer (verdeckt) und der vorherige Kommandant Rudolf Höss" tekið af http://www.spiegel.de/img/0,1020,973125,00.jpg
Þessar myndir eru mjög ólíkar þeim sem maður hefur hingað til séð frá Auschwitz, myndir sem Rússar tóku þegar þeir náðu búðunum á sitt vald nokkrum mánuðum seinna, vannærða ungverska fanga sem biðu dauðans. Þessar myndir eru til sýnis núna (yfir 100) á safni í Washington. Firringin er ótrúleg, sem sést á þeim nokkru myndum sem birtar eru á spiegel, fólk í söng og leik með foringjum eins og yfirlækninum Josef Mengele, sem sjaldan leyfði að teknar væru myndir af sér á meðan fýrað var stöðugt upp í gasklefunum.
Þess má geta að lokum að eigandi albúmsins, SS-foringinn Karl Höcker dó árið 2000, þá 88 ára gamall. Hann sat inni í 5 ár eftir að réttað hafði verið yfir honum og öðrum SS foringjum sem höfðu verið í Auschwitz. Einhver myndi nú segja að það væri vel sloppið fyrir fjöldamorðingja. Fyrir þá sem hafa áhuga á að heimsækja búðir þar sem hryllingnum er vel lýst bendi ég á að heimsækja Dachau, næst þegar þið eigið leið um München. Heimsókn sem setur mark sitt á mann og maður hefur gott af!!! Hér er svo ein myndin úr safninu (fyrir þá sem ekki nenna að fletta í gegnum það allt).

"Erholung vom Dienst: Lagerkommandant Richard Bär, KZ-Arzt Josef Mengele, der Kommandant des Lagers in Birkenau Josef Kramer (verdeckt) und der vorherige Kommandant Rudolf Höss" tekið af http://www.spiegel.de/img/0,1020,973125,00.jpg
þriðjudagur, 18. september 2007
Það sem vantaði
mánudagur, 17. september 2007
Síðustu dagar, eða skv. Vöku svokallað gelgjublogg :)
Föstudagur:
Franz Ferdinand tónleikar, flottir, þegar þeir spiluðu en Jakobínarína - þrílík vonbrigði, voru fullir á sviðinu!!! Sofnað 3 sem var gott, var vakinn 9.
Laugardagur:
Vinna og svo var ég með Ingimar. Helga systir átti afmæli, borðaði köku hjá henni og svo var kjöt í karrý hjá múttu. Sofnaði svo með stráksa þegar hann átti að fara að sofa (ég sofnaði örugglega á undan). Rankaði við mér um 12, fór í sturtu. Ætlaði að kíkja í bæinn á bíl, en þegar ég var kominn að hringtorginu á Suðurgötu snéri ég við, nennti þá ekki lengra :) Var heillavænlegt skref, var vakinn 9 :)
Sunnudagur:
Horft á dvd, farið á kaffihús og svo flogið norður á Krók. Óvenju "þægilegt" að skilja við hann, sem skýrist meðal annars með því að hann var hjá mér í 9 nætur, nýtt fyrirkomulag sem hentar vel (svona áður en hann fer í skóla).
Mánudagur:
Skóli, skvass og farið á skotsvæði við Hafnir. Hrikalega léleg riffilaðstaða en ágæt haglabyssubraut. Vantar samt trappvél (sem er í boði hjá Ósmann á Króknum).
Þetta hafa því verið frábærir dagar, þótt Vöku mína vanti samt sárlega :( En ég hitti hana eftir ekki svo marga daga :)
Franz Ferdinand tónleikar, flottir, þegar þeir spiluðu en Jakobínarína - þrílík vonbrigði, voru fullir á sviðinu!!! Sofnað 3 sem var gott, var vakinn 9.
Laugardagur:
Vinna og svo var ég með Ingimar. Helga systir átti afmæli, borðaði köku hjá henni og svo var kjöt í karrý hjá múttu. Sofnaði svo með stráksa þegar hann átti að fara að sofa (ég sofnaði örugglega á undan). Rankaði við mér um 12, fór í sturtu. Ætlaði að kíkja í bæinn á bíl, en þegar ég var kominn að hringtorginu á Suðurgötu snéri ég við, nennti þá ekki lengra :) Var heillavænlegt skref, var vakinn 9 :)
Sunnudagur:
Horft á dvd, farið á kaffihús og svo flogið norður á Krók. Óvenju "þægilegt" að skilja við hann, sem skýrist meðal annars með því að hann var hjá mér í 9 nætur, nýtt fyrirkomulag sem hentar vel (svona áður en hann fer í skóla).
Mánudagur:
Skóli, skvass og farið á skotsvæði við Hafnir. Hrikalega léleg riffilaðstaða en ágæt haglabyssubraut. Vantar samt trappvél (sem er í boði hjá Ósmann á Króknum).
Þetta hafa því verið frábærir dagar, þótt Vöku mína vanti samt sárlega :( En ég hitti hana eftir ekki svo marga daga :)
laugardagur, 15. september 2007
FH (skammstöfun fyrir Fimleikafélag Hafnarfjarðar)
Já nú (eða fyrir nokkrum dögum) hefur verið kveðinn upp úrskurður í máli tveggja leikmanna fimleikafélagsins um hvort þeir megi spila úrslitaleik bikarmótsins í knattspyrnu fyrir núverandi lið sitt, Fjölni, gegn einmitt fimleikafélaginu. Þetta er pínu ruglingslegt en málið er að þeir eru á lánssamningi hjá Fjölni (Grafarvogi) en einmitt FH og Fjölnir mætast í áðurnefndum úrslitaleik. Klásúla er í samningum tveggja leikmanna að þeir megi ekki spila gegn FH mætist liðin í keppni.
En nú að úrskurðinum sem endaði með að verða að þessir tveir leikmenn fá ekki að taka þátt í leiknum. Nú vona ég svo innilega að FH vinni og það verði hægt að nudda þeim upp úr því að þeir hafi ekki þorað að mæta Fjölni með þeirra sterkasta lið, en þessir tveir lánsmenn eru einmitt bestu leikmenn Fjölnis :) Ofan á þetta klúður FH-inga bætist svo að þjálfari þeirra, sem ég held að heiti Ólafur (nafninu til skammar), var með einhverjar fáránlegar afsakanir hvað þetta varðar í fráttablaðinu í vikunni. Eitthvað á þá leið að þetta væri gert með hag leikmannanna að leiðarljósi, væri slæmt ef þeir klúðruðu boltanum fyrir Fjölni sem svo myndi e.t.v. leiða af sér mark fyrir FH. Ef eitthvað er nú langsótt er það þetta.
Mér persónulega er svo alveg sama hvort þetta standi í samningi (reyndar ótrúlegt að íþróttalið setji svona klásúlur í samninga leikmanna á Íslandi), þessir leikmenn Fjölnis eiga að fá að spila svo bæði lið geti leikið með sín bestu lið og að áhorfendur geti þ.a.l. fengið að njóta eins góðs úrslitaleikjar og hægt er (svona miðað við að KR er ekki að spila hann ;)!!!
En nú að úrskurðinum sem endaði með að verða að þessir tveir leikmenn fá ekki að taka þátt í leiknum. Nú vona ég svo innilega að FH vinni og það verði hægt að nudda þeim upp úr því að þeir hafi ekki þorað að mæta Fjölni með þeirra sterkasta lið, en þessir tveir lánsmenn eru einmitt bestu leikmenn Fjölnis :) Ofan á þetta klúður FH-inga bætist svo að þjálfari þeirra, sem ég held að heiti Ólafur (nafninu til skammar), var með einhverjar fáránlegar afsakanir hvað þetta varðar í fráttablaðinu í vikunni. Eitthvað á þá leið að þetta væri gert með hag leikmannanna að leiðarljósi, væri slæmt ef þeir klúðruðu boltanum fyrir Fjölni sem svo myndi e.t.v. leiða af sér mark fyrir FH. Ef eitthvað er nú langsótt er það þetta.
Mér persónulega er svo alveg sama hvort þetta standi í samningi (reyndar ótrúlegt að íþróttalið setji svona klásúlur í samninga leikmanna á Íslandi), þessir leikmenn Fjölnis eiga að fá að spila svo bæði lið geti leikið með sín bestu lið og að áhorfendur geti þ.a.l. fengið að njóta eins góðs úrslitaleikjar og hægt er (svona miðað við að KR er ekki að spila hann ;)!!!
Ein góð frétt (tekið af mbl.is)
Holdafar unglinga hefur áhrif á frjósemi síðar meir
Holdafar á unglingsárum hefur áhrif á hve mörg börn fólk eignast síðarmeir. Vísindamenn fylgdust með þrettán hundruð finnskum ungmennum, frá árinu 1980, en þau voru þá á aldrinum 3 - 18 ára.Vísindamenn við háskólann í Helsinki mældu líkamsþyngdarstuðul þáttakendanna þegar þeir voru unglingar. Þeir sem höfðu verið of grannir sem unglingar áttu 10-16 prósent færri börn síðar á ævinni en þeir sem töldust innan eðlilegra þyngdarmarka. Þeir sem töldust of þungir áttu hinsvegar 32-38 prósent færri börn en hinir meðaþungu.
Annar aðstandenda rannsóknarinnar, Dr. Liisa Keltikangas-Jarvinen, sagði við Reuters fréttastofuna að lengi hefði verið vitað um tengsl þyndar og frjósemi hjá fullorðnum. Hinsvegar væri þetta í fyrsta sinn sem sýnt væri fram á að þyngd fólks á unglingsárum hefði áhrif á fjölda afkvæma á fullorðinsárum, óháð þyngd fólks þá.
Í skýrslu vísindamannanna segir einnig að þeir sem voru of léttir, eða of þungir sem unglingar hafi einnig verið síður líklegir til að búa með maka á fullorðinsárum, og gæti það að hluta útskýrt af hverju þeir eignuðust færri börn.
Vísindamennirnir segja niðurstöðurnar benda til að síaukið hlutfall feitra gæti haft alvarlegáhrif á frjósemi fullorðinna síðar meir.
fimmtudagur, 13. september 2007
Þegar unnið er...
Þegar maður situr og vinnur, sérstaklega langt fram á nótt, gefur maður sér oftar tíma til að blogga en ef maður er ekki að vinna. Þetta er kannski bara nokkuð lógískt, kannski ekki? Alla vega held ég að það sé kominn tími til að koma sér í rúmið, annars bulla ég bara eitthvað meira hérna...
miðvikudagur, 12. september 2007
Minn tími er kominn...
Klukkan að verða eitt að nóttu og ég sit við skriftir, sem sagt á mínum tíma :) Ég er að leggja lokahönd á sumarverkefnið mitt (Binna gerði margar athugasemdir við það sem ég er að laga) og á "fóninum" er Franz Ferdinand (flott nafn ef hreimurinn er þýskur). Ég er að fara á tónleika með þeim á föstud.kvöldið (já, þú getur alveg öfundað mig) og ég hlakka mjög til. Það er Dagnýju að þakka að ég þekki þá yfir höfuð og á hún mikið hrós skilið fyrir það.
But now, back to business...
But now, back to business...
þriðjudagur, 11. september 2007
Hugumstóri riddarinn, með litla hjartað

Meira hvað börn geta verði yndisleg þegar þau sofa. Við þetta hef ég átt að glíma síðust nætur og eftir stjórnlausa baráttu í nótt hef ég játað mig sigraðan. Í kvöld verður búið til fleti fyrir Ingimar á gólfinu þar sem hann mun svofa í nótt og hér eftir. Það er því miður ekki hægt að koma fyrir öðru rúmi fyrir hann inni hjá mér og því verður að grípa til þessa ráðs sem er löngu tímabært. Ég hef aldrei verið fylgjandi því að börn sofi uppí hjá foreldrum sínum því það veldur oft því að allir sofa illa, bæði börnin sem og foreldrarnir. Neyðin rak mig eiginlega út í þetta (vegna plássleysis) en nú er hann orðinn svo stálpaður að hann getur sofið einn á dýnu á gólfinu (með kassa sitthvoru megin við sig svo hann rúlli ekki út á gólf :). Frá og með nóttinni í nótt getum við því báðir hvílst til að hlaða batterýin fyrir orustur morgundagsins. Þær hafa ekki verið fáar síðan Ingimar kom. Orusturnar hafa einkum verið háðar í stofunni á T12 og svo uppi á lofti. Þar hafa alls konar forynjur, tröll, galdrakerlingar og hugumstórir prinsar riðið um héröð. Hið góða hefur að sjálfsögðu alltaf sigrað að lokum, þótt hugumstóra riddaranum (Ingimar, sem skaffar litla hjartað) verði ekki alltaf um sel þegar mótleikararnir (mamma eða ég) verðum of ógurleg í leik okkar. Hér verður að taka fram að riddarinn hugumstóri, en með litla hjartað, er sá eini sem klæðist búningi og því er það einungis ímyndunarafl hans sem gerir okkur ógurleg.
Það verður ekki annað sagt en að stráksi sé varkár að eðlisfari :)
sunnudagur, 9. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)