laugardagur, 6. janúar 2007

Á norðurlandi

Þá er maður staddur á norðurlandi til að vera með stráksa. Þar sem mitt blogg-mojo er til staðar ákvað ég að bíða ekki til mánudags til að blogga að nýju. Annáll 2006 bíður bara betri tíma.
Ég tók hann strax á fimmtudagsmorguninn, þar sem sá stutti var veikur og er reyndar enn. Hann er með hita og hvef, en er nú að hressast. Fer líklega í leikskólann á mánudaginn. Við erum búnir að vera hjá Stínu ömmu og Ingimar afa í góðu yfirlæti. Málið er nú samt það að ég er held ég sé að verða veikur (er með einhverja hitavellu) og svo var Stína orðin slöpp í gærkvöldi. Ég hef reyndar engan tíma til að verða veikur, skólinn byrjar á mánudaginn á fullum krafti, ég er búinn að velja 20 einingar, en segi mig úr einum áfanga áður en frestur rennur út til þess 21. jan. Þetta virðist ætla að verða ágætis önn, nóg að gera þannig að manni ætti ekki að leiðast. Svo er auðvitað vonandi að félagslífið í félagi meistaranema verði virkara á þessari önn en þeirri síðustu (þar sem ekkert var á dagskrá). Málið er kannski að maður verði að taka málin í sínar eigin hendur til að eitthvað gerist, ætla þó alla vega að skipuleggja ferð austur á land til að skoða álverið og virkjunina á Kárahnjúkum. Eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir hvert mannsbarn að sjá. Ég hef nefnilega ekki farið að Kárahnjúkum en hef séð álverið nokkrum sinnum úr fjarlægð. Svo hefur líka verið hálf asnalegt í allt haust að þegar umræðan hefur snúist um þessi stóru verkefni á austurlandi hafa útlensku samnemendur mínir verið frekar úti að aka, þar sem nær ekkert efni er til um þessar framkvæmdir á ensku.
Nú kallar stáksi, ég á að sitja með hann :)
Kv. Óli

5 ummæli:

dax sagði...

úhh, bloggið orðið rosa flott. Vantar eina góða heykvísl í hvítu og þá er þetta eðal ;-)

sammála með flensumál, ég er eitthvað stórskrýtin líka.

góða ferð heim

Ólafur Ögmundarson sagði...

Hehe, takk fyrir, maður er bara upp með sér :)
Það er gott að þegar er kominn einn tryggur lesandi af þessu blessaða bloggi, enda þú aðal hvaðamanneskjan að því ;)
Kv. Óli

Karen sagði...

Til hamingju með bloggið! Ég verð fastagestur! Sjáumst í skólanum á morgun

dax sagði...

eru tímar á morgun? held að það sé bara verkfræðideild sem byrjar 8.jan

Karen sagði...

Ó!
ég hef ekki hugmynd :S
Heyrðu vá það er fínt, þá græði ég frídag!!!