Þessi lagatexti er fyrirmynd fyrirsagnar síðustu færslu. Alveg ágætis lag hér á ferð. Nú þarf ég bara að læra að setja inn spilara á bloggið til að þið getið heyrt það.
Eitt lítið tár læðist niður kinnina þína
einmanna vinalaus lítill í hjartanu og smár
brosið þitt gægjist samt alltaf í gegn um tárin
manstu hvað þú sagðir einu sinni við mig
Geta pabbar ekki grátið
geta pabbar ekki grátið
Allir að dást að því hvað þú sért stór og sterkur
kinkað kolli og klappað hraustlega á bak
ef þú svo dettur og meiðir þig máttu ekki gráta
það er sko merki um dugleysi og aumingjaskap
Geta pabbar ekki grátið
geta pabbar ekki grátið
Kv. Óli
Engin ummæli:
Skrifa ummæli